fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Super Bowl 2018: Ísland á fulltrúa í auglýsingaflóðinu

Íslenskir víkingar-víkingaskip-amerískur trukkur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 00:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti íþróttaviðburður ársins er núna í gangi, þar sem New England Patriots og Philadelphia Eagles etja kappi í Super Bowl eða Ofurskálinni. Gríðarlegur fjöldi auglýsinga rúllar yfir skjái áhorfenda og það sem vekur athygli er að Ísland á þar fulltrúa.

Það eru íslenskir víkingar sem leika í auglýsingu Dogde Ram, þar sem þeir keyra íslenska náttúru á Dogde Ram um leið og þeir syngja Queen smellinn We Will Rock You og sigla um úfinn sjó með trukkinn í eftirdragi.

Hlöðver Bernharður Jökulsson er víkingurinn undir stýri, en aðrir í víkingahópnum svo nokkrir séu taldir eru Magnús Ver Magnússon, fyrrum sterkasti maður heims fjórum sinnum, Stefán Sæbjörnsson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=cqg5oc20nxk?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Leikstjóri auglýsingarinnar er Joe Pytka, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna, unnið með stjörnum á borð við Michael Jackson og Michael Jordan, og fyrir fyrirtæki eins og Pepsi og Dodge Ram.

Stefán og Sveinn Hjörtur eru íslenski víkingurinn holdi klæddur í auglýsingu Dodge Ram.
Íslenskir víkingar Stefán og Sveinn Hjörtur eru íslenski víkingurinn holdi klæddur í auglýsingu Dodge Ram.

Uppfært: Hér má sjá lengri útgáfu auglýsingarinnar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wvFb0W04HO8?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“