fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Stefanía var orðin 42 kíló: „Ég var ekki vön að hringja í pabba minn en þarna hringdi ég í hann og ég sagði við hann: „Þið verðið að bjarga mér.“

Sökk djúpt í heim fíkninnar – „Það er í rauninni bara kraftaverk að ég sé á lífi í dag“

Auður Ösp
Mánudaginn 5. febrúar 2018 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tveimur árum var Stefanía Óskarsdóttir nær dauða en lífi eftir langvarandi sprautuneyslu. Hún varð vitni að hroðalegum hlutum innan fíkniefnaheimsins og var búin að sætta sig við að örlög hennar yrðu þau að lúta í lægra haldi fyrir dópinu.

Henni var komið til bjargar í tæka tíð en ekki eru allir svo heppnir. Hún gagnrýnir skort á fjármagni til meðferðarstofnana og furðar sig jafnframt á þeim leiðum sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við fíkniefnavandanum.

Í einlægu viðtali í helgarblaði DV ræðir Stefanía um augnablikið þegar hún ákvað að leita sér hjálpar. Þetta var þann 13. apríl árið 2016 og er óhætt að segja að Stefanía hafi verið búin á því á líkama og sál.

„Ég var í svo slæmum fráhvörfum að ég hélt að ég væri að deyja. Ég var orðin 42 kíló, og ég er 172 sentimetrar á hæð. Líkaminn var bara að gefa sig. Ég vissi að ég gat ekki meira. Ég var þarna í einhverju iðnaðarhúsnæði með vini mínum, og ég gat ekki gengið. Ég þurfti að skríða yfir í hinn endann á herberginu til að geta sett símann minn í hleðslu. Ég var ekki vön að hringja í pabba minn en þarna hringdi ég í hann og ég sagði við hann: „Þið verðið að bjarga mér.“ Ég varð að komast í burtu.

Guðmundur Fylkisson, varðstjórinn sem hefur sérhæft sig í leitinni að týndum ungmennum, reyndist bjargvættur Stefaníu þennan dag. „Það var svo heppilegt að pabbi þekkir hann og gat hringt í hann strax. Ég held að það hafi ekki verið liðnar tíu mínútur þar til Guðmundur var kominn til að sækja mig. Á sama tíma kom pabbi brunandi í bæinn frá Fáskrúðsfirði, sótti mig og fór með mig heim.“ Heima á Fáskrúðsfirði voru Stefaníu gefin lyf til niðurtröppunar og hlúð var að henni. „Þegar ég vaknaði og mest var runnið af mér þá leið mér betur, og ég vissi að ég vildi ekki fara til baka. Ekki þarna.“

Í helgarblaði DV er rætt við Guðmund sem man vel eftir þessu atviki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna