fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Rautt spjald ef þú drekkur rauðvín við stofuhita

Logi Geirsson stofnaði Facebook-hóp um rauðvín sem hefur slegið í gegn

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 3. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tveimur vikum stofnaði handboltakempan Logi Geirsson Facebook-hópinn Rauðvín á Íslandi. Óhætt er að segja að framtakið hafi slegið í gegn því um 1.000 manns hafa skráð sig í hópinn og umræðurnar eru fjörugar. Notendur eru að mæla með vínum sem og að óska eftir ráðleggingum og er Logi óþreytandi við að deila úr viskubrunni sínum ásamt öðrum áhugamönnum. „Vinsældir síðunnar hafa komið mér ánægjulega á óvart. Ég vona að það fjölgi enn frekar í hópnum og þarna geti fólk spurst fyrir um vín og fengið ómetanlegar ráðleggingar. Það eru alllir velkomnir og það er ánægjulegt að sjá að þetta virðist vera þverskurður af samfélaginu,“ segir Logi.

Komst á bragðið í Þýskalandi

Logi er þeirrar gerðar að þegar hann fær áhuga á einhverju þá tekur hann það alla leið og það á svo sannarlega við um rauðvínið. „Ég fékk áhuga á rauðvíni árið 2006 en þá bjó ég í Þýskalandi, þar sem vínmenningin er mikil. Það var aðallega einn besti vinur minn, sem er ítalskur, sem kom mér á bragðið,“ segir Logi. Síðan þá hefur hann lesið ógrynni bóka um rauðvín sem og auðvitað drukkið ófá glösin. „Ég leita oft til vinar míns, Aðalsteins Arnars Jóhannessonar, sem er yfirburðafróður, ef það væri til landslið í vínsmökkun þá væri hann fyrirliði.“ segir Logi, sem segist dreyma um að gefa út bók með Aðalsteini.

„Addi er snillingur í að para saman mat og vín. Það er eitthvað sem er mörgum hulið en það tekur bæði vínið sem og matinn á næsta stig að mínu mati,“ segir Logi. Slík þekking er þó iðulega fyrir lengra komna en Logi segir að hann verði alltof oft var við að fólk sé að gera grundvallarmistök í rauðvínsdrykkjunni. „Til dæmis eru margir að drekka rauðvín við stofuhita, 22–24 gráður. Það er bara rauða spjaldið hjá mér,“ segir Logi og útskýrir að það sé himinn og haf milli þess að drekka rauðvín við stofuhita eða á kjörhitastigi sem er iðulega 15–18 gráður.

„Markmiðið er að inni á síðunni getir þú fengið svör og ráðleggingar við öllum þessum spurningum. Til dæmis hvernig best sé að geyma vínið, af hverju það þurfi að forða flöskunum frá birtu og hvaða árgangar séu betri en aðrir. Þá er líka ætlunin að mæla með tilteknum flöskum með ákveðnum matartegundum,“ segir Logi, sem er spenntur fyrir framhaldinu.

Athygli vekur að margir þekktir íþróttamenn eru mjög virkir í hópnum, til dæmis knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson og handboltakapparnir Björgvin Páll Gústavsson og Patrekur Jóhannesson. Það er því ekki hægt annað en að spyrja hvort afreksíþróttamenn kunni betur en aðrir að njóta lífsins lystisemda. „Já, ætli það ekki. Menn þurftu að snúa sér að einhverju öðru eftir að Ísland datt út af EM í handbolta og þá var rauðvínið augljós valkostur,“ segir Logi kíminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna