fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Leikkonan Heather Locklear handtekin

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Heather Locklear var handtekin nú á sunnudagskvöldið fyrir heimilisofbeldi og fyrir að hafa ráðist á lörgreglumann. Locklear gerði það gott á sínum tíma í sjónvarpsþáttunum Dynasty og Melrose Place, en minna hefur sést af henni í seinni tíð.

Samkvæmt símtali til neyðarlínunnar kom bróðir Locklear að heimili hennar eftir að hún hafði sent honum undarleg smáskilaboð. Sá hann þegar þangað var komið leikkonuna og kærasta hennar í áflogum og hringdi í kjölfarið í lögregluna. Þegar lögreglan mætti svo á svæðið sýndi Heather lítinn samstarfsvilja og var færð af heimilinu í handjárnum.

Nokkrum klukkutímum eftir að Heather var handtekinn var kærasti hennar, Chris Heisser, tekinn fyrir ölvunarakstur. Heisser var æskuást Locklear end stutt er síðan þau endurnýjuðu kynnin.

Leikkonan hefur verið í tveimur stormasömum hjónaböndum og var meðan á þeim stóð áberandi í slúðurblöðunum. Fyrst var hún gift trommuleikara Mötley Crue, Tommy Lee, en hann átti síðar meir í sambandi við Baywatch-leikkonuna Pamelu Anderson, sem þykir nokkuð áþekk Locklear í útliti. Síðar giftist hún Richie Sambora, gítarleikara Bon Jovi, en þau eiga saman eina dóttur fædda árið 1997.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Locklear kemst í kast við lögin, en hún hefur nokkrum sinnum verið tekin fyrir ölvunarakstur og svo hefur lögregla tvisvar þurft að hafa afskipti af henni vegna mögulegra sjálfsmorðstilrauna. Samkvæmt aðila nákomnum Heather vonar fjölskylda hennar að atvikið verði til þess að hún fari í meðferð, en hún hefur háð baráttu við fíkn í áfengi og lyfseðilsskyld lyf um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“