fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Þetta borða þeir í morgunmat: Léttist um 5 kíló á 30 dögum

Sjáðu ógirnilegt matarklám íslenskra kjötæta

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hópinn Iceland Carnivore Tribe-Kjötætur hafa safnast saman einstaklingar sem eiga það sameiginlegt sneiða fram hjá plöntuafurðum og kolvetnum og reyna eftir fremsta megni að borða eingöngu kjöt í þeim tilgangi að léttast og líða betur. Þannig eru meðlimir að borða eingöngu kjöt í morgunmat.

Fimm kíló farin á einum og hálfum mánuði

Tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen var einn af þeim sem slógu til og ákvað að prófa kúrinn nú í byrjun árs og neyta aðeins kjöts í janúar. Í viðtali við DV nú um miðjan janúar, þegar Jógvan var búinn að vera á kúrnum í rúmlega viku, hljómaði hann nokkuð jákvæður en efaðist þó um að þetta yrði einhver varanleg lífsstílsbreyting.

Söngvarinn geðþekki borðaði eingöngu kjöt í mánuð og léttist um fimm kíló.
Jógvan Söngvarinn geðþekki borðaði eingöngu kjöt í mánuð og léttist um fimm kíló.

Mynd: © Kristinn Magnússon © Kristinn Magnússon

Þegar blaðamaður náði tali af honum til að vita hvernig hafi gengið vildi svo til að Jógvan einmitt að fá sér í salat. „Ótrúlega fyndið, ég var einmitt að fá mér salat í fyrsta skipti í sex og hálfa viku. Ég hugsaði bara að ég nennti þessu ekki lengur og fékk mér Sesar-salat.“

Að eigin sögn er hann þó mikill kjötmaður og reyndist kúrinn honum því ekki jafn erfiður og mörgum.
„Fyrst maður var að fara í einhvern kúr til að byrja með þá virkaði þessi eðlilegastur fyrir mér. Ég elska kjöt. Þetta er eins einfalt og svona kúrar gerast. Þetta var líka fínt til að núllstilla sig, hætta að borða endalaust af brauði.“

Kjöt og egg í morgunmat
Morgunmatur Kjöt og egg í morgunmat

Mynd: Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir

Hann segir að þetta hafi almennt gengið vel. „Ég er búinn að léttast um fimm kíló. Og mér leið bara eins, ég fann ekki þannig mikinn mun á líðaninni. Annars er þetta mikið hugarfarið, fólki finnst alveg fáránlegt að maður sé bara að borða kjöt. Það var erfitt að sleppa kolvetnunum en ég myndi alveg mæla með þessu og gæti vel hugsað mér að gera þetta aftur. Það er svo mikið af góðu kjöti til, hérna á Íslandi er eitt besta kjöt sem hægt er að fá.“

En var ekki dýrt að borða bara kjöt?

„Ég hef ekki skoðað það nákvæmlega en ég til dæmis keypti minna af drasli eins og sósu sem maður notar kannski bara tvær skeiðar af og svo fer hún í ruslið. Jú, kjöt er kannski örlítið dýrt en ég hugsa að ég hafi ekki eytt meiri pening því ég sóaði minna. Svo fannst krökkunum mínum alveg frábært að fá beikon í morgunmat alla daga!“

Mynd: Hörður Austfjörð Sævarsson

Varð orkumeiri

Ævar Austfjörð, stofnandi hópsins, hafði áður tileinkað sér lágkolvetna lífsstílinn með ágætum árangri. Hann langaði þó að prófa eitthvað nýtt og ákvað fyrst að sleppa öllum plöntuafurðum í janúar í fyrra. Það fór ágætlega í hann svo hann hellti sér í frekari rannsóknir og komst þannig í kynni við Shawn Baker, sem sjálfur var nýbyrjaður að borða eingöngu kjöt. Baker auglýsti svo stuttu síðar eftir fólki sem væri til í að láta reyna á þetta í 90 daga og ákvað Ævar að slá til. Hann sér ekki eftir því en hann hefur misst 13 kíló síðasta hálfa árið og segist hafa mun meiri orku ásamt því að svefninn sé kominn lag.

Mynd: Ævar Austfjörð

Mynd: Ævar Austfjörð

Myndirnar í hópnum hafa þó vakið athygli fyrir að vera margar frekar ókræsilegar. Ævar hlær og slær á létta strengi. „Mér þykir nú myndirnar flestar girnilegar,“ en bætir svo glettinn við: „nema kannski þegar fólk er að sulla einhverjum plöntum á diskana.“

Þótt þetta séu umdeildar hugmyndir, sérstaklega nú þegar sífellt fleiri tileinka sér vegan eða grænmetisfæði, geta flestir verið sammála um að þessar myndir séu kannski ekki besta leiðin til sannfæra fólk um ágæti kjötætukúrsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Í gær

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt