fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Leiðtogakrísa hjá Pírötum í Reykjavík

„Þeir sem eru komnir sem reynsluna – þá langar ekki í starfið.“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 24. febrúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórlaug Ágústsdóttir frambjóðandi Pírata í Reykjavík segir flokkinn eiga í leiðtogakrísu. Þórlaug, sem var í þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, segir að innan Pírata sé mikið af fólki sem langi að breyta heiminum en skorti til þess reynslu. Vandinn sé sá að þeir sem hafi reynsluna langi ekki til að verða borgarfulltrúar.

„Það er ákveðin leiðtogakrísa í gangi. Það vildi enginn vera fyrstur til að stíga fram. Þegar ég geri það þá kemur ákveðin skotskífa á mig. Ég ætlaði að sýna samfellu, þegar Halldór Auðar [oddviti flokksins] segir að hann ætli að hætta þá stíg ég upp neðar af listanum. Það var ekki vinsælt í ákveðnum hóp innan flokksins,“

segir Þórlaug í viðtali í helgarblaði DV. Hún segir Pírata veikburða. „Við erum ungur og veikburða flokkur, það er mikið af fólki sem einfaldlega skortir starfsreynslu og er þarna því það langar að breyta heiminum. Þeir sem eru komnir sem reynsluna til að geta það, þá langar ekki í starfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“