Margrét Erla Maack sýnir á sér hina hliðina
Veislustjórinn, magadansmærin og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack hefur í nægu að snúast þessa dagana, því auk þess að stjórna veislum, kenna og sýna dans, æfir hún nær daglega ásamt góðum hópi fyrir Rocky Horror sem frumsýnt verður 16. mars í Borgarleikhúsinu. Hún gaf sér þó tíma til að setjast niður og sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum.
Við litla systir mín erum mjög líkar. Gamlar hjásvæfur hafa ruglast á okkur á barnum. Vandræðalegt. Samt nokkuð gott fyrir mig, þar em hún er níu árum yngri en ég.
Að smíða skemmtiatriði. Fólk lærir svo mikið um sjálft sig í svoleiðis ferli.
Bolero eftir Ravel.
Á hverjum degi dansa ég til að bjarga lífi mínu við Time Warp. Smá „inside info“: Þetta er örlítið meira en bara eitt hopp út á hlið.
The Court Jester með Danny Kaye, því það er einfaldlega besta mynd í heimi.
Sikk sakk-skipting. Sakna hennar, þetta var alveg ídeal fyrir hárið mitt.
Börnum í grímubúningum. Þessi vika er sem sagt uppáhaldsvika ársins hjá mér.
Að ég sé hugrökk fyrir að sýna á mér líkamann, hvort sem ég er að dansa magadans eða sýna burlesque. Hann er ekki svo ógeðslegur eða óæskilegur að það þurfi hugrekki til. Segðu frekar að ég sé góð í því sem ég geri frekar en að væna mig um hugrekki.
Að ég hefði orðið bensínlaus við Valsheimilið á leiðinni í vinnuna til að reyna að fá manninn minn til að fá samviskubit yfir því að hafa ekki keypt bensín. Hann sá auðvitað í gegnum það og hló að mér í nokkra daga.
Að pítsa er góð.
Ungfrú Svínku því hún er ég og ég er hún.
Þegar fólk er að nota naglaþjöl. Líður eins og það sé verið að þjala niður á mér tennurnar.
Múfasa. Ábyrgur, hlýr, góður faðir, valdamikill og með góðan makka.
Að vera asnalegur og leiðinlegur.
Að hafa komist í danshópinn í Rocky Horror.
Eilífðardrykkurinn (Death Becomes Her).
Kýlt karókígest sem henti hljóðnemanum í gólfið og eyðilagði hann.
Línu Langsokk, en það er eiginlega það sama að eiga Sögu Garðars að vinkonu.
Mmmm. Pítsa. Mjö godd.
„Heyrðu, ég tók bara flæbössinn.“ Hún er að koma til að koma fram með Reykjavík Kabarett. Er með línudans- og djögglatriði.
Föstudag er kósítími með Rocky Horror-fólkinu þar sem mér skilst að Páll Óskar ætli að sýna gamlar B-myndir og alls kyns reffa sem við erum að nota í uppsetningunni. Ég er svo að skemmta á árshátíð ÍSAM á laugardagskvöld og fer svo beinustu leið að DJ-a á Hverfisgötu 12 og setja landsins bestu kokkteila í andlitið á mér. Á sunnudaginn ætla ég að hlæja að manninum mínum.