fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fókus

Helga og Einar taka aftur þátt í Eurovision

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Möller söngkona og Einar Bárðarson samskiptastjóri Hafnarfjarðar leggja land undir fót í ár og taka þátt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Þau ætla þó ekki að taka þátt sem keppendur, heldur munu þau taka þátt í lokakvöldi þýsku forkeppninnar og velja framlag Þýskalands fyrir lokakeppnina í Portúgal. Það er 20 manna alþjóðleg dómnefnd víðs vegar að úr Evrópu sem velur framlag Þýskalands.

Þau eru Eurovision aðdáendum góðkunn, en Helga Möller tók þátt árið 1986 þegar ísland var með í fyrsta sinn og söng Gleðibankann ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Tríóið kallaði sig ICY. Einar Bárðarson samdi framlag Íslands árið 2001, Two tricky í flutningi Angel, sem skipað var Gunnari Ólasyni og Kristjáni Gíslasyni.

„Það verður ekki leiðinlegt að sinna þessu verkefni, hitta allt þetta fagfólk, taka þátt í þessari útsendingu og hjálpa 80 milljón manna þjóð að finna Eurovision framlagið sitt,“ segir Helga á færslu á Facebook.

Keppnin í Þýskalandi ber nafnið Unser Lied für Lissabon eða Okkar lag fyrir Lissabon og sex keppendur taka þátt: Xavier Darcy, Ivy Quainoo, Ryk, Michael Schulte, Natia Todua og hljómsveitin voXXclub.

Undankeppnir Eurovision fara fram 8. og 10. maí næstkomandi og lokakeppnin þann 12. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Í gær

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt