Kjúklingalæri og leggir
2–3 sítrónur
Ferskt timjan
Góð ólífuolía
3 hvítlauksrif
Kjúklingakrydd
Sjávarsalt
Setjið kjúklinginn í stóra skál og kreistið eina sítrónu yfir. Kryddið með kjúklingakryddi, sjávarsalti og vel af ólífuolíu. Leyfið kjúklingnum að marínerast og setjið hann svo í eldfast mót.
Setjið timjan-greinar og niðurskornar sítrónusneiðar yfir ásamt hvítlauknum. Eldið í ofni í um 30 mínútur við 190 gráðu hita.
Berið fram með sætum kartöflum, fersku salati og þessari dásamlegu Dijon-dressingu.
1 dós sýrður rjómi
2 tsk. Dijon-sinnep
1 msk. hlynsíróp
Örlítill sítrónusafi
Salt og pipar
Hægt er að nálgast fleiri góðar uppskriftir á síðu Bjargeyjar, bjargeyogco.com