fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Svívirti líkið og grínaðist með ástand hennar í textaskilaboðum

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brian Roberto Varela, 19 ára, var handtekinn í Lynnwood í Seattle-fylki Bandaríkjanna síðasta þriðjudag fyrir morðið á hinni 18 ára gömlu Alyssa Mae Noceda. Þykir morðið sérstaklega hrottalegt, en er Varela gert að sök að hafa nauðgað líki Alyssu eftir hún hafði tekið ofskammt lyfja og misst meðvitund á heimili hans, tekið nektarmyndir af henni og svo brotið fætur líksins til að koma henni fyrir í svörtu geymsluboxi.

Brian sendi vinum sínum textaskilaboð á laugardeginum þar sem hann gerði grín að ástandi Alyssu ásamt myndum af henni án klæða og tók hann þá fram að hann væri ekki viss en taldi þó að hún væri enn á lífi. Hann sagðist vera einfaldlega of þreyttur til að hafa samband við lögregluna og kom svo að henni daginn eftir látinni. Þá læsti hann herbergi sínu með lík Alyssu enn þar inni og fór til vinnu í ísbúðarkeðjunni Dairy queen.

Það var svo samstarfsmaður hans þar sem lét lögreglu vita eftir að Varela hafði stært sig af nauðguninni við hann og fleiri starfsmann Dairy queen. Í kjölfarið sá samstarfsmaðurinnn færslu móður Alyssu á Facebook þar sem hún lýsti eftir henni.

Varela hafði sjálfur séð færsluna og notað þumal líksins til að komast inn í síma hennar þar sem hann gaf í skyn á Snapchat reikningi hennar að hún hafi einfaldlega strokið en væri annars á heilu og höldnu. Í kjölfarið fleygði hann símanum hennar í byggingarsvæði nálægt heimili sínu þar sem lögregla fann hann eftir stuttu eftir handtökuna. Honum er nú haldið í gæsluvarðhaldi gegn 500 þúsund dollara tryggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“