fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

„Stöðugleikinn er fyrir auðvaldið“

Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar – Verkalýðsfélögin hafa samþykkt láglaunastefnu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Láglaunafólk vinnur alla sína ævi störf sem verður að vinna en er alveg ósýnilegt, það er ekki talað um okkur, við sjáumst ekki og eigum svona augnablik þegar við lítum í spegilinn og áttum okkur á að þetta bara verður svona. Það þýðir ekkert að skipta um vinnustað því það bíða manns ekki betri laun því samfélagið, atvinnurekendur, borg, ríki og verkalýðsfélögin hafa samþykkt að það sé í lagi að nýta mann til vinnu alla ævi á ömurlegum launum.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir frambjóðandi til formanns Eflingar í viðtali við DV. Hún varð fyrir vakningu árið 2013 og fór að hugsa um stöðu láglaunakvenna. Sólveig starfar á leikskóla og sækir mikið í reynslu kvennanna sem hún vinnur með:.

„Það er mjög sárt að horfast í augu við að það er bara verið að nota þig til vinnu og fá lítið í staðinn. Það er hins vegar mjög hollt fyrir fólk að horfast í augu við aðstæðurnar eins og þær eru. Fyrsta skrefið er að tala opinskátt um hvað maður fær í laun og viðurkenna að eina ástæðan fyrir því að hægt sé að leyfa sér að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum er sú að maður er með VISA-kort. Hætta að þykjast vera hluti af einhverri millistétt þegar maður er það ekki. Skömmin er ekki hjá okkur sem fáum þessi lélegu laun. Skömmin er hjá þeim sem halda að það sé boðlegt að borga fullorðnu fólki laun, fyrir unna vinnu, sem duga ekki til að komast af. Skömmin er hjá þeim sem sjá ekkert athugavert við að kapítalistum sé afhent allt sem þeir girnast á silfurfati. Þeir fengu húsnæðismarkaðinn á meðan það er enginn vilji til að afhenda láglaunafólki nokkurn skapaðan hlut.“

Hefur stjórn Eflingar og Alþýðusambandið ekki barist fyrir ykkar hagsmunum?

„Nei. ASÍ og Efling hafa tekið þátt í því að samþykkja láglaunastefnu gagnvart verkafólki. Það er ekkert hægt að tala sig í kringum það.“

Hverju þarf að breyta hjá Eflingu?

„Það er svo ótrúlega margt. Það þarf að bæta samskipti stéttarfélaganna við félagsmenn sína og samskiptin við þá sem er samið við. Það gengur ekki lengur að láglaunafólk sé látið axla ábyrgð á einhverjum stöðugleika þegar það ríkir aldrei neinn stöðugleiki í lífi láglaunafólks. Stöðugleikinn er fyrir auðvaldið sem getur þá haldið áfram að auðgast. Það er enginn stöðugleiki hjá þeim sem eru alltaf með fjárhagsáhyggjur, þurfa að leita til ættingja og vina eftir láni út mánuðinn eða húsnæði. Það er enginn stöðugleiki að þurfa að flytja á hverju ári og þurfa að setja börnin í nýjan skóla. Það er svo kostuleg þessi skoðun og þessi veraldarsýn að allir séu í sama bátnum sem megi ekki rugga. Við höfnum þessu alfarið, við erum ekki í sama báti, okkar bátur lekur á meðan hinir eru um borð í snekkju á leiðinni í skattaskjólin sín. Verkalýðshreyfingin á að vera löngu hætt að taka þátt í þessu stöðugleikatali.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“