fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Gæsahúð og tár þegar Kalli Bjarni söng fyrir 95 ára ömmu sína: „Í kvöld táraðist ég yfir þessum manni“ – Sjáðu myndbandið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Og í kvöld táraðist ég yfir þessum manni að syngja á norsku fyrir ömmu sína og mundi af hverju þjóðin elskaði Kalla Bjarna“. Þetta sagði Sóli Hólm eftir að hafa horft á þátt um Kalla Bjarna á stöð 2 í gærkvöldi en hjartnæman flutning Kalla má sjá neðst í fréttinni.

„Í dag einskorðast ég við það að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum mér. Ég reyni ekki að vera einhver bara af því að einhver annar vill að ég sé það. Ég er náttúrulega búinn að ganga um með samviskubit í maganum yfir því að hafa í raun brugðist heilli þjóð. Ég vann fyrsta Idolið og hvað þýðir Idol? Það þýðir fyrirmynd,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Rætt var við Kalla Bjarna í sjónvarpsþættinum Burðardýr sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Það er Skot Productions sem framleiðir þættina.

Kalli Bjarni varð landsþekktur þegar hann fór með sigur af býtum í fyrstu þáttaröðinni af Idol Stjörnuleit árið 2004 en fljótlega fór að halla undan fæti og árið 2007 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins.

Ljósmynd/skjáskot af vef Vísis.
Ljósmynd/skjáskot af vef Vísis.

Í þættinum ræðir Kalli Bjarni um lífshlaup sitt, aðdragandann að smyglinu, smyglförina sjálfa og líf sitt í dag. Hann ólst upp hjá ömmu sinni á Grundarfirði og er samband þeirra einkar náið. „Þó að ég hafi dottið mjög illa í gegnum lífið þá hef ég alltaf náð að standa upp og þurrka af hnjánum og halda áfram. Ef maður er tilbúinn til þess og tilbúinn til að læra af mistökunum þá hlýtur það að enda með því að maður er sáttur í eigin skinni.“

Í hjartnæmu lokaatriði þáttarins heimsækir Kalli Bjarni ömmu sína á hjúkrunarheimili á Grundarfirði þar sem hann gerir sér lítið fyrir og setur upp einkatónleika inni í herbergi hennar. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð hennar við söngflutningum láti engan ósnortinn.

Ljósmynd/skjáskot af vef Vísis.
Ljósmynd/skjáskot af vef Vísis.

„Kalli Bjarni var svo góður að leyfa okkur að fylgja sér á Grundafjörð í heimsókn til ömmu sinnar. En amma hans hefur verið svo stór hluti af lífi hans, ól hann nánast upp og mótaði hann sem karakter. Elliheimilið tók mjög vel á móti okkur og leyfði okkur að leika lausum hala, sem er mjög mikilvægt í svona tökum. Ég fylgdi Kalla um ganganna og myndaði hann sækja píanóið og rúlla því inn til ömmu gömlu,“ segir Daníel Bjarnason leikstjóri þáttanna í samtali við DV.

Daníel Bjarnason leikstýrir sjónvarpsþáttaröðinni Burðardýr.
Daníel Bjarnason leikstýrir sjónvarpsþáttaröðinni Burðardýr.

„Þetta var bara svo fallegt móment, Kalli að spila og syngja fyrir ömmu sína. Ég held að margir geti tengt við þetta, að kveðja náinn ástvin. Þetta var hjartnæmt og hreyfði mjög við mér þegar ég var að mynda, þótt ég væri fyrir aftan vélina. Ég lofaði Kalla svo að láta hann fá allt hráefnið í heild sinni, óklippt. Bara fyrir hann að eiga sem minningar um ömmu sína. Því við vorum þarna heillengi og ég myndaði mikið, þótt aðeins brot af því rataði í þáttinn.“

Þá segir hann viðtökurnar við þætti gærkvöldsins hafa verið stórkostlegar. „Ég finn mikið fyrir því að þátturinn hreyfði við fólki og færði það nær þeim karakter sem Kalli er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2