Það hefur lítið farið fyrir bresku söngkonunni Adele eftir að hún lauk tónleikaferðalagi sínu á Wembley í London sumarið 2017. En í gær póstaði hún mynd af sér á Instagram og má segja að hún sé nærri óþekkjanleg.
Adele brá sér í gervi til heiðurs söngkonunni Dolly Parton sem er orðin 72 ára gömul.
//platform.instagram.com/en_US/embeds.js
„Söngdrottningin Dolly Parton! Við elskum þig! Það væri óskandi að við byggjum yfir aðeins snefil af hæfileikum þínum. Þú varst hetja kvöldsins okkar. Hetja lífs míns. Ég mun ætíð elska þig,“ skrifar Adele með myndinni.
Dolly Parton var greinilega hrærð yfir kveðjunni og skrifar í athugasemd: „Og ég mun ætíð elska þig,“ (And I Will Always Love You), sem vísar til samnefnds lags Parton.
Söngkonurnar urðu vinkonur fyrir nokkru síðan og hafa ítrekað minnst á hvor aðra á netinu og í tónlistinni. Árið 2016 heiðraði Parton Adele með textabroti í laginu Head Over High Heels, þar sem segir í textanum: I put on my tight dress, hair teased on my head, I painted my lips red and my eyes like Adele.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Adele klæðir sig upp sem annar frægur söngvari, í maí árið 2015 hékt hún upp á afmælið sitt með því að fara í gervi George Michael.
Thank you for the birthday wishes I had a wonderful time! I was my hero x #gottahavefaith pic.twitter.com/FMSPQPUGMD
— Adele (@Adele) May 6, 2015