fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Adele nær óþekkjanleg í nýju gervi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 00:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lítið farið fyrir bresku söngkonunni Adele eftir að hún lauk tónleikaferðalagi sínu á Wembley í London sumarið 2017. En í gær póstaði hún mynd af sér á Instagram og má segja að hún sé nærri óþekkjanleg.

Adele brá sér í gervi til heiðurs söngkonunni Dolly Parton sem er orðin 72 ára gömul.

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

„Söngdrottningin Dolly Parton! Við elskum þig! Það væri óskandi að við byggjum yfir aðeins snefil af hæfileikum þínum. Þú varst hetja kvöldsins okkar. Hetja lífs míns. Ég mun ætíð elska þig,“ skrifar Adele með myndinni.

Dolly Parton var greinilega hrærð yfir kveðjunni og skrifar í athugasemd: „Og ég mun ætíð elska þig,“ (And I Will Always Love You), sem vísar til samnefnds lags Parton.

Söngkonurnar urðu vinkonur fyrir nokkru síðan og hafa ítrekað minnst á hvor aðra á netinu og í tónlistinni. Árið 2016 heiðraði Parton Adele með textabroti í laginu Head Over High Heels, þar sem segir í textanum: I put on my tight dress, hair teased on my head, I painted my lips red and my eyes like Adele.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=FVfKYVip7ak?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Adele klæðir sig upp sem annar frægur söngvari, í maí árið 2015 hékt hún upp á afmælið sitt með því að fara í gervi George Michael.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“