fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“

Kristinn H. Guðnason, Auður Ösp
Laugardaginn 8. desember 2018 20:00

Guðrún Dröfn Kom henni á óvart hvað uppruninn skipti miklu máli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Dröfn Emilsdóttir var ættleidd við fæðingu og er 51 árs gömul í dag. Hún kynntist nýverið föðurfjölskyldu sinni í Bandaríkjunum en þau eru frumbyggjar af ættbálki sem býr á verndarsvæði í Oklahoma. Guðrún hafði aldrei ætlað sér að leita upprunans en fyrir tilstilli ungs frænda síns hófst vegferðin. Nú hefur hún heimsótt bæði systur sína og frændfólk og myndað náin og góð tengsl. Einnig hefur hún formlega sótt um inngöngu í ættbálkinn og vonast eftir jákvæðri niðurstöðu í upphafi næsta árs. DV ræddi við Guðrúnu um þessa reynslu og þær tilfinningar sem hafa bærst innra með henni í öllu ferlinu.

Þetta er brot úr stærra viðtali í helgarblaði DV.

Sterk tengsl við ömmu

Kimberley þekkti ekki föður þeirra, Henry, frekar en Guðrún. Hún var mjög ung þegar foreldrar hennar skildu og hafði engin samskipti við hann eftir það. Henry var í hernum og barðist bæði í Kóreu og Víetnam. Kimberley bjó með móður sinni í Norður-Karólínu fylki en skilnaðurinn tók mörg ár. Guðrún og Kimberley fóru saman á verndarsvæðið í Oklahoma og hittu frænku sína, Rose, þar.

„Hún er að upplifa allt aðrar tilfinningar en ég. Hann vissi ekkert að ég væri til en hann talaði við hana í síma nokkrum sinnum þegar hún var mjög lítil.“

Hún fékk þá höfnunartilfinningu?

„Já, þetta var allt öðruvísi og mjög sorglegt því að hann átti ekki önnur börn en okkur tvær.“

Henry lést árið 2006 og hitti því ekki aldrei dætur sínar. Hann giftist aftur seinna á lífsleiðinni en eignaðist enga fleiri afkomendur. Hjá Rose fengu þær upplýsingar um fjölskylduna.

„Ég er búin að hugsa mikið um ömmu mína, móður pabba, miklu frekar en hann. Einhverra hluta vegna fæ ég hugskot af henni. Ég sá strax á myndunum að ég væri mjög lík henni. Rose sagði að ég væri miklu líkari þeim öllum heldur en hún sjálf. Við fórum í kirkjugarðinn og fengum leyfi til að mynda þar. Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana.“

Bíður eftir ákvörðun ættbálksins

Guðrún hefur kynnt sér sögu og uppruna Otoe-Missouria ættbálksins, sem upprunalega kom frá svæðinu í kringum stóru vötnin í Miðvesturríkjunum. Næsta sumar ætlar Guðrún á sumarhátíð ættbálksins og taka upp meira efni fyrir heimildarmyndina sem áætlað er að sýna á kvikmyndahátíðum frumbyggja. Hún sótti einnig um formlega inngöngu í ættbálkinn á grundvelli faðernisins.

Gekk það greiðlega í gegn?

„Það verður tekin ákvörðun í janúar. Sú sem tók við skráningunni, og er frænka mín, sagði mér að það væru mjög miklar líkur á því að það gengi í gegn. Ég fann það að það skipti mig máli að komast inn í þennan ættbálk. Þeir geta í sjálfu sér alveg neitað mér. Það eru engin lög sem gilda um þetta heldur aðeins þeirra ákvörðun. Ef þeir neita mér þá neita þeir sjálfsagt Kimberley líka.“

Guðrún segir að hún hafi unnið umsóknina mjög vandlega. Hún lét þýða öll skjöl samkvæmt kúnstarinnar reglum og fór með þau í gegnum bæði sýslumann og utanríkisráðuneytið hér heima. Þar voru þau stimpluð og hafin yfir allan vafa. Inni í þeim voru upplýsingar um alla hennar ætt.

„Sú sem tók við skjölunum mínum hafði aldrei séð neitt þessu líkt og hún tók ljósrit af þessu öllu. Ef þau neita mér þá fer ég aftur og kref þá um útskýringar.“

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá inngöngu?

„Það eru ýmsir hlutir sem felast í því að vera tekin inn í ættbálk. Bæði hlunnindi og réttur. Til dæmis gæti ég sótt um styrki varðandi alls konar hluti ef ég myndi flytja til Ameríku. Ég gæti farið í gegnum heilbrigðiskerfið hjá þeim. Þetta er samfélag. Þetta er mjög náið samfélag. Þeir eru með fjárhagsaðstoð, ferðaaðstoð og margt fleira. Á þakkargjörð gáfu þeir öllum eldri borgurum kalkúna og allt meðlæti. Þeir sem vildu gátu fengið peninginn. Það er öryggi í þessu. Einnig er þetta ákveðin tengin við upprunann og söguna bak við fólkið mitt. Ég hef áhuga á að vita miklu meira um þetta samfélag. Að vera boðin velkomin inn skiptir máli.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“