fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Sif Sigmarsdóttir er stoltur femínisti: „Klaustursmálið sýnir okkur að kvenfyrirlitning fær ennþá að þrífast í skuggunum“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. desember 2018 22:00

Highbury í Islington Sif við bókasafnið í hverfinu sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Sigmarsdóttir er meðal þekktustu pistlahöfunda landsins. Hún hefur lengi verið búsett í Bretlandi og skrifar bækur fyrir börn og unglinga. Nýverið gaf hún út bókina Sjúklega súr saga til að kenna yngri kynslóðinni sögu Íslands á þeirra forsendum. DV ræddi við Sif um bókina, æskuna, stjórnmál og áfallið sem var Brexit.

Þetta er brot úr stóru viðtali í heglarblaði DV.

 

Aumingjaskapur að kalla sig ekki femínista

Líkt og aðrir hefur Sif fylgst grannt með máli sexmenninganna á Klaustri bar. Hún segir að meðal Íslendinga í London sé um fátt annað rætt. Málið sé allt hið vandræðalegasta fyrir Íslendinga.

„Hér er gantast með að Sigmundur sé búinn að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um þetta. Hann eigi aðeins eftir að benda á vertinn fyrir að bera allt áfengið í þá. Þetta sé augljóslega honum að kenna.“

Hvernig hefðu viðbrögðin verið ef þetta hefði gerst í Bretlandi?

„Þá væru þessir einstaklingar búnir að segja af sér, þeim væri ekki vært. Þetta yrði ekki liðið af flokksfélögum þeirra.“

Eru Íslendingar kannski komnir skemur á veg í jafnréttismálum en við teljum okkur vera?

„Við stöndum okkur vel í alþjóðlegum samanburði en það er alltaf hægt að gera betur. Klaustursmálið sýnir okkur að kvenfyrirlitning fær ennþá að þrífast í skuggunum, í partíum og hversdagslegum ummælum um konur. Það er mjög rótgróið vandamál. Á Klaustri bar sat fólk sem gerðist sekt um að segja asnalega hluti. En mesta hneykslið er að þau hafa verið mjög treg til að biðjast afsökunar og viðurkenna að þessi ummæli hafi verið verulega óviðeigandi. Frekar reynt að gera lítið úr þessu. Það er það sorglegasta í þessu öllu saman.“

Nú hafa sumir þessara einstaklinga fengið viðurkenningar á sviði jafnréttismála. Heldur þú að jafnréttishugsjónin sé meira í orði en á borði hjá mörgum?

„Ég held að það sé nú oft raunin. Það er auðvelt að tala fallega á einhverri ráðstefnu og fá viðurkenningu. Síðan hagar fólk sér kannski allt öðruvísi heima hjá sér. Það er ekki hægt að meta fólk út frá því hvernig það talar út á við.“

Jafnrétti og kvenréttindabarátta skiptir Sif miklu máli. Þetta er einmitt málaflokkur sem hefur verið mikið í deiglunni undanfarna mánuði. Sumir ganga svo langt að segja að eiginlegt kynjastríð geisi í þjóðfélaginu og vígvöllurinn er fjölmiðlar og samfélagsmiðlar.

„Ég er svo sannarlega femínisti og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Sif ákveðin. „Ég skil ekki fólk sem vill ekki nota orðið femínisti – fólk sem styður samt jafnrétti. Það er ekkert annað en aumingjaskapur. Femínistar eru stór hópur fólks með mismunandi skoðanir sem allar geta þrifist innan stefnunnar. Þú getur verið femínisti án þess að deila skoðunum allra hinna. Það sama gildir um til dæmis stjórnmálaflokka. Fólk innan ákveðins stjórnmálaflokks er ekki sammála um allt. Femínismi er regnhlífarhugtak.“

Ertu sammála því að kynjastríð sé í gangi?

„Nei. Stundum finnst mér baráttan vera óþarflega herská. Ég myndi ekki endilega taka slaginn á þann hátt heldur meira í góðu. Ég skil alveg þegar karlmenn fara í vörn og finnst að sér vegið. En ég tel ekki að það sé stríð í gangi á milli kynjanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife