fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Valgarður var fastur í klóm prests sem barn: „Ég vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann stakk typpinu ofan í kokið á mér“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 9. nóvember 2018 20:00

Valgarður Var misnotaður sem barn í Landakotsskóla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Valgarður Bragason hefur nú nýlokið við sýningu í Gallerý Port. Hann er í dag tveggja barna einstæður faðir og er þakklátur fyrir hvern dag enda hefur hann upplifað margt á sinni ævi. Æska hans var erfið bæði vegna aðstæðna á heimilinu og í Landakotsskóla var hann beittur grófu ofbeldi, andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Snemma ánetjaðist hann morfínskyldum lyfjum og um tíma var hann hætt kominn vegna neyslunnar. DV ræddi við Valgarð um ævi hans og raunir.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Ofurmennið

Þegar fjölskyldan sneri heim frá Danmörku opnaði Bragi bókabúðina og Nína sneri sér að ritstörfum. Þau bjuggu í Þingholtunum en drengirnir voru sendir í Landakotsskóla. Það var kaþólskur einkaskóli sem þótti fínt að vera í á þessum tíma. Seinna kom í ljós að starfsfólkið hafði beitt nemendur skelfilegu ofbeldi í áratugi. Líkamlegu, andlegu og kynferðislegu. Valgarður var sex ára þegar hann steig þar inn í fyrsta sinn.

„Ég var kaþólskur og þess vegna var ég strax kominn í ákveðinn forréttindahóp þarna,“ segir hann. „Við sem vorum kaþólsk fengum alveg að finna það, að vera í annarri deild en hinir. Ég var rauðhærður og með freknur og þess vegna sagði séra Georg að ég væri efni í svokallað übermensch, eða ofurmenni.“

Ágúst Georg var hollenskur prestur í Landakoti og skólastjóri í aldarfjórðung. Þremur árum eftir að hann lést árið 2008 komst ofbeldið sem hann og hin þýska Margrét Müller höfðu beitt börnin í hámæli. Bæði í skólanum sjálfum og í sumarbúðunum í Riftúni, þar sem Valgarður var tvö sumur.

„Strax og ég byrjaði í skólanum tók hann mig inn á skrifstofu til sín. Síðan einu sinni eða tvisvar í viku eftir það. Þá byrjaði okkar ástarsamband sem varði í sex ár. Ástarsamband í þeirri merkingu að hann lét mig finna að hann elskaði mig og vildi allt fyrir mig gera til að verða übermensch. Ég var kallaður inn úr frímínútum til hans og stundum sóttur í miðjar kennslustundir, sá eini í mínum bekk. Hann sagði mér hluti og fræddi mig, en eftir á sé ég að þetta var heilaþvottur. Talaði mikið um guð og mömmu mína og fékk mig til að tala um þetta allt. Georg vissi alveg hvað hann var að gera og hafði sennilega gert þetta oft áður.“

 

„Þegar ég var í átta ára bekk fékk hann mig inn til sín og fróaði sér“

Misnotkun séra Georgs

Georg lét Valgarð finna fyrir væntumþykju og Valgarði leið eins og Georg væri að hjálpa honum í gegnum veikindi móður hans. En þegar Valgarður braut á einhvern minnsta hátt af sér var honum refsað harkalega. Valgarður sýnir hvernig Georg kramdi hné hans á bænastólnum með því að þrýsta hné sínu aftan á fótinn. Einnig hvernig Georg lamdi hann með priki í olnbogana og aftan á lærin. „Alltaf á sama staðinn, aftur og aftur og aftur.“

Fyrir hvaða brot var þetta?

„Það gat verið hvað sem var. Einu sinni reif ég kjaft við Margréti. Ég gleymdi nestinu og hún úthúðaði mömmu. Þá svaraði ég: Veistu ekki að hún er skáld? Þá reif hún í hárið á mér og dró mig inn til hans. Hún hvíslaði í eyrað á honum og hann horfði sorgmæddur á mig.“

Ofbeldið sem Valgarður varð fyrir í Landakotsskóla var ekki aðeins líkamlegt og andlegt heldur einnig kynferðislegt.

„Þegar ég var í átta ára bekk fékk hann mig inn til sín og fróaði sér. Hann hneppti frá skyrtunni minni, lyktaði af mér og fiktaði í hárinu.“

Valgarður segist hafa áttað sig á því að þetta væri rangt en hann vissi samt í raun og veru ekkert hvað var að gerast.

„Í dag fá börn fræðslu í skólunum og við sjáum auglýsingar í sjónvarpinu um hvar mörkin eru. Það var ekkert talað um svona hluti á þessum tíma. Ég vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann stakk typpinu ofan í kokið á mér. Ég vissi samt að þetta var ekki í lagi og fór á einhvern hátt út úr líkamanum. Sjálfsfróun, kynlíf … ég vissi ekkert hvað þetta var.“

Stundum gistu nemendur í skólanum, í turninum þar sem Margrét bjó. Valgarður telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan í flóaðri mjólk sem hann fékk þar.

„Eftir það var ég með þessa skrýtnu minningu eða martröð í höfðinu. Að séra Georg væri að nauðga mér í endaþarminn í smíðastofunni. Ég vissi samt ekki hvað þetta var. Mig var alltaf að dreyma þessa sömu martröð.“

Sagðir þú einhverjum frá þessu?

„Ég reyndi einu sinni að segja mömmu frá því að það væri ekki allt í lagi í Landakoti. En ég fór mjög fínt í það því að ég var hræddur um að hún tæki því illa. Þegar ég sagði henni að séra Georg væri ekki góður við mig þá sturlaðist hún. Ég bakkaði því strax með þetta. Mér finnst það skrýtið að enginn hafi verið búinn átta sig á þessu.“

Sástu önnur börn verða fyrir ofbeldi?

„Já, það gerði ég. Til dæmis í Riftúni. Þar sá ég Georg eiga við einn dreng inni á klósetti um miðja nótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár