fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Baldvin missti klipparann sinn í neyslu: ,,Hún er náttúrulega rosalega reið við mig og finnst að ég hafi hrifsað myndina af henni”

Babl.is
Laugardaginn 10. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Lof mér að falla og þættirnir Lof mér að lifa hafa verið áberandi í umræðunni upp á síðkastið. Lof mér að falla fjallar um tvær ungar stelpur, Magneu og Stellu, sem leiðast út í grimman heim fíkniefna og ofbeldis og Lof mér að lifa eru tveir þættir sem voru sýndir á RÚV og fjölluðu um sannar sögur íslenskra kvenna sem voru vafðar inn í myndina. Það er einmitt það sem Lof mér að falla hefur verið sérstaklega lofuð fyrir, hún er raunveruleg, og það er ekki verið að skafa af neinu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV sem Sólrún Freyja Sen skrifaði.

 

Vill að áhorfendur þjáist

Fyrst þegar Baldvin fór að segja fólki sögurnar úr dagbókum Kristínar þá trúði honum enginn. ,,Fólk hélt ég væri að ýkja. Ég trúði því varla sjálfur að fíkniefnaheimurinn á Íslandi væri svona grófur. Þegar ég kynntist stelpunum sem ég tók viðtöl við, komu jafnvel verri sögur.

Þegar við vorum að skrifa handritið þá hafði ég upplifun mína við að lesa dagbækur Kristínar Gerðar í huga. Ég vildi að áhorfendur upplifðu sömu tilfinningar. Ég vildi gera langa mynd og ég vildi að áhorfendur þjáðust á myndinni. Þeir færu í tilfinningarússíbana sem myndi halda þeim eins lengi og mögulegt væri, og færu síðan miður sín út af myndinni. Því þannig líður fólki sem er í harðri neyslu. Þannig líður aðstandendum þeirra.”

,,Maður veit aldrei hvenær maður er að ýta krökkum yfir línuna”

Hvort Lof mér að Falla hafi forvarnargildi segir Baldvin að hann efist ekki um að hún hafi einhverskonar forvarnargildi. En það sé ekki einföld umræða.

Það er ekkert rómantískt og enginn töfraljómi yfir því sem er að gerast í myndinni. ,,Með Lof mér að lifa þáttunum er myndin tengd raunveruleikanum enn frekar. Fólk sér þá að þetta er raunverulegt og sögurnar eru sannar. Þetta er ekki bara bíómynd sem gerist bara á tilbúnu leiksetti.”

Eins og hefur verið rætt um átti Sigurbjörg Jónsdóttir sem klippti meðal annars myndina Vonarstræti, að klippa Lof mér að falla. Hinsvegar hafði hún lengi átt við fíkn að stríða og var því miður ekki edrú þegar Lof mér að falla verkefnið fór af stað.

,,Hún er náttúrulega rosalega reið við mig og finnst að ég hafi hrifsað myndina af henni. En ég get ekki ráðið hana í vinnu þegar hún er í neyslu.”

Þó Sigurbjörg eða Sibba eins og hún er oft kölluð hafi skilað af sér frábæru verki þegar hún klippti Vonarstræti, var ferlið brjálæðislegt og erfitt að sögn Baldvins, vegna þess að hún féll áður en hún lauk að klippa myndina. ,,Þetta voru þrettán mánuðir af einhverju brjálæði með yndislegum í bland við mjög erfiðum stundum, en hún skilaði af sér snilldarverki. Hinsvegar get ég ekki skilað mögnuðum bíómyndum og verið stöðugt úrvinda og í taugahrúgu eftir á. Þetta er nógu flókið fyrir.”

Rætt var við Sibbu í Lof mér að lifa þáttunum þar sem hún lýsir því að hún sé með svokallaðan ,,Ferrari” heila, en það er þekkt að krakkar sem eru mjög ofvirkir eða orkumiklir og með athyglina út um allt, hrífist af heimi fíkniefna. ,,Hún vissi frá fjórtán ára aldri að þetta væri hennar leið í lífinu. Það hefði þurft að grípa strax inn í hjá henni á mjög róttækan hátt. En það er að sjálfsögðu flóknara en að segja það, maður veit aldrei hvenær maður er að ýta krökkum yfir línuna, hvernig þú heldur þeim réttu megin, hvort þú viljir hafa þau nálægt þér eða hvort þú viljir loka þau af. Þetta er bara ógeðslega erfitt.”

Sibba er hinsvegar ekki eina konan sem þekkir heim fíkniefna og ofbeldis á Íslandi. Þóra Björg Sigríðardóttir er önnur kona sem rætt var við fyrir gerð myndarinnar, og er í Lof mér að lifa þáttunum. Hún var fyrirmynd Stellu þegar hún var yngri.

Stella eldri og Magnea eldri eru svo báðar byggðar á Kristínu Gerði, en saga Kristínar Gerðar er náttúrulega aðalástæðan fyrir því að myndin varð til. Þannig var málið að Kristín Gerður var í mikilli neyslu og vændi. Hún á hryllilega ljóta sögu að baki. En þegar hún var komin á þrítugsaldurinn náði hún að verða edrú. Á næstu árum var hún með forvarnarfræðslu fyrir krakka um hættur fíkniefnaheimsins. Draugar og djöflar úr fortíðinni vildu hinsvegar ekki sleppa henni og á endanum yfirbuguðu þeir hana, og Kristín framdi sjálfsvíg aðeins 31 árs að aldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum