Nýjasta kærasta rapparans Puff Daddy er af íslenskum ættum, Jocelyn Chew. Hún er 26 ára gömul fyrirsæta frá Kanada, sem á ættir að rekja til Íslands, en annað foreldri móður hennar er frá Íslandi.
Nokkur aldursmunur er á parinu, en Puff Daddy er 48 ára gamall. Hann á fimm börn á aldrinum 11-24 ára.
Á Instagram-síðu Chew má sjá að hún er stolt af íslenskum uppruna sínum, en þar er hun með 400 þúsund fylgjendur.
https://www.instagram.com/p/BRBtUt1jgT0/?utm_source=ig_embed
Í viðtali við GQ í fyrra kemur fram að fyrirsætuferill hennar hafi farið á flug eftir að hún birtist í raunveruleikaþáttunum The Face, þar sem hún lærði að pósa af ofurfyrirsætunni Naomi Campbell. Í viðtalinu segist Chew helst vilja ferðast til Afríku og Íslands og að annað foreldri móður hennar sé frá Íslandi.
Puff Daddy og fyrrverandi kærasta hans, Cassie Ventura, slitu sambúð fyrir stuttu, en þau höfðu verið saman í ellefu ár.