fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Edda hrakin út af eigin heimili: „Ónotalegt að þurfa að rifja upp sannindin: „meitt fólk, meiðir fólk“.

Sorg og gleði – Trúa á ástina – Perrar – Barneignir – Ást á ónýtu kerfi – Verður amma – Óvirðing við hinn látna – Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo-byltingin hefur haft gríðarleg áhrif, þá féll ríkisstjórn og önnur reis í staðinn. Hér ætlum við ekki að fjalla um samfélagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir opna sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opna hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu.

Edda Björgvinsdóttir leikkona

Hrakin út af eigin heimili

Það langbesta við árið 2017 var að ég eignaðist aftur heimili eftir mikið flakk á milli staða mánuðum saman. Þær voru líka ævintýri líkastar viðtökurnar sem kvikmyndin Undir trénu og ég fengum eftir frumsýningu og umsagnir erlendra og innlendra gagnrýnanda voru hreint út sagt ótrúlegar! Ferðin til Feneyja á kvikmyndahátíðina frægu var eins og að detta inn í ævintýramynd frá Hollywood (sem við fengum reyndar að heimsækja síðar á árinu til að kynna myndina). Einnig var sérlega skemmtilegt að byrja aftur að vinna í Þjóðleikhúsinu eftir nokkurt hlé og sumarið færði mér ást og dásamlegar samverustundir með börnunum mínum, fjölskyldum þeirra og ómetanlegum vinum. Ég er lukkunnar pamfíll!

Það versta við árið 2017 var að vera hrakin út af mínu gamla heimili af sveppum, pöddum, raka og fáeinum leiðindaskjóðum! Það var líka fremur ónotalegt að þurfa nokkrum sinnum að rifja upp sannindin: „Hurt people, hurt people“ eða lauslega snarað: „meitt fólk, meiðir fólk“. Vinir sorterast þegar þú nýtur velgengni. Þá tínast burt þeir sem eiga erfitt með að samgleðjast og þurfa jafnvel að meiða, iðulega af fyrrgreindri ástæðu, sem sagt þeir hafa verið meiddir af öðrum. Það er auðveldara að rétta fram hjálparhönd þegar einhver á bágt, en að hampa vinum þegar sólin skín á þá.

Ég er óendanlega þakklát fyrir hvatninguna og stuðninginn frá stórum hluta hluta landa minna á árinu, en sé að sama skapi eftir þeim vinum sem hafa horfið úr lífi mínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2