fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Sparkað úr landi en sneru aftur: Stofna nú fyrirtæki með Önnu Svövu – „Allt að gerast“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xhulia Pepoj vinnur nú að því að stofna þrifafyrirtæki með hjálp vina sinna hér á landi. Xhulia, borið fram Júlía, kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni frá Albaníu árið 2015 með það að markmiði að bjarga syni sínum Kevi sem er með slímseigjusjúkdóm. Pepoj-fjölskyldan flúði Albaníu eftir að fjölskyldufaðirinn, Kastrijot, var skotinn. Þeim var vísað úr landi ásamt annarri fjölskyldu í desember 2015 en Alþingi veitti þeim íslenskan ríkisborgararétt skömmu síðar. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma.

Sjá einnig: Fjögurra manna fjölskylda rekin úr landi: Langveikur 3 ára sonur fær ekki lyf

Kastrijot hefur unnið við hellulagningar og Xhulia þrifið heimili ásamt því að hugsa um börnin þeirra, Kevi og Kleu. „Okkur líður vel. Það er mikið að gera, ég er á fullu í dag. Ég er á leiðinni á spítala núna með Kevi, svo er ég alltaf að þrífa,“ segir Xhulia í samtali við DV.

Anna Svava Knútsdóttir leikkona er fjölskylduvinur og er nú að aðstoða Xhuliu við að stofna fyrirtækið. „Það er enn verið að finna nafn á fyrirtækið, við ætlum að stofna kennitölu í dag og búa til heimasíðu, bara allt að gerast.“

Mynd: Sigtryggur Ari

Anna Svava kynntist Xhuliu á Miklatúni. „Hún sat þar bara með börnin sín og byrjaði bara að tala við hana. Hún er búin að vera fjölskylduvinur síðan. Hún fór að þrífa hjá vinkonu minni og svo vatt það upp á sig. Hún er svo frábær, ef hún þrífur þá vill fólk alltaf fá hana aftur,“ segir Anna Svava. Nú er Xhulia að þrífa hjá svo mörgum að hún ræður ekki við þetta ein. „Hún þarf að stækka við sig. Þetta er smá lúxusvandamál því að Júlía er gjörsamlega að drukkna í vinnu. Hún á sér draum að opna þriffyrirtæki og ráða starfsfólk til sín.“

Xhulia hefur þrifið á heimili Bergs Ebba Benediktssonar leikara sem mælir með henni. „Hún er frábær og ég óska henni alls hins besta við að byggja þetta upp hér á Íslandi.“ Bergur Ebbi telur að það þurfi að opna landamærin hér á landi fyrir fólk utan EES. „Það eru svo margar sögur af fólki sem kemur til Íslands og gerir góða hluti fyrir land og þjóð.“

Anna Svava segir að fjölskyldan sé orðin íslensk. „Hún vill ekkert vinna bara til að eiga fyrir matnum í kvöld. Hún vill bara vera hérna, kaupa íbúð og gefa börnunum sínum allt það sama og börnin sem eru með Kevi í bekk. Þau eru bara Íslendingar og það er greinilega þörf fyrir vinnuna þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna