Við erum að vinna að því núna að fá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að fara yfir hvort ráðherra hafi vísvitandi brotið af sér í starfi. Ef sú rannsókn leiðir af sér, það sem ég held að hún muni leiða af sér, að ráðherra hafi vísvitandi farið á svig við stjórnsýslulög til þess að skipa aðila sér þóknanlega í dómarastöður þá er það mjög alvarlegt brot í starfi. Af þeim sökum ætti hún að segja af sér. Í ljósi þess vantrausts gagnvart dómstólum og dómsmálaráðherra, þá ætti Sigríður Andersen að taka frumkvæðið sjálf og segja af sér.
Við í Vinstri grænum höfum ekki rætt málið sérstaklega, það eina sem hægt er að segja um málið er það sem kom fram í máli ráðherra. Ég fylgi mínum formanni hvað þetta varðar, við óskuðum ekki eftir afsögn á sínum tíma. Málið er í ákveðnu ferli innan stjórnkerfisins og innan þingsins, ég held að við eigum bara að leyfa því að ganga yfir. Við tökum svo afstöðu ef til þess þarf.