fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Myndband Margrétar af Ingu hvarf: „Þetta átti bara að fara í „Stories“

Inga Sæland og Margrét Friðriksdóttir sleikja sólina á Kanaríeyjum saman

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skellti sér til Tenerife ásamt vinkonu sinni, Margréti Friðriksdóttur frumkvöðlafræðingi. Inga hefur ekkert tjáð sig opinberlega um ferðalagið en Margrét birti myndband á Facebook af þeim að skoða skartgripi, þar á meðal perlur. Myndbandið hvarf svo skömmu síðar af Facebook-síðu Margrétar.

Margrét segir í samtali við DV að myndbandið hafi átt að fara í „Sögur“ eða „Stories“ en óvart ratað á Facebook-síðu hennar og því hafi hún látið það hverfa. „Þetta átti bara að fara í „Stories“ en svo sá ég að þetta var „Live“, þetta voru bara mistök,“ segir Margrét.

Margrét yfirgaf Flokk fólksins í haust eftir deilur um uppstillingar á framboðslistum. Hún segir að allar deilur séu að baki og þær Inga séu aftur orðnar góðar vinkonur. „Við erum búnar að vera góðar vinkonur í nokkuð mörg ár. Það komu upp smá leiðindi í haust en við unnum úr þeim. Við höfum verið nánar, hún hefur aðstoðað mig og ég hana.“

Margrét yfirgaf Frelsisflokkinn í september í fyrra og tilkynnti að hún ætlaði í framboð fyrir Flokk fólksins í Reykjavík áður en hún yfirgaf þann flokk í október. Aðspurð hvort hún sé aftur að íhuga framboð í komandi borgarstjórnarkosningum segir Margrét: „Þetta er allt óákveðið ennþá. Það er ekki búið að ákveða neitt. En jú, ég er að skoða það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna