fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

„Donald Trump myrtur! Hvers eiga Friðrik Dór og Lagarfljótsormurinn að gjalda?“

Stefán Jakobsson sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. janúar 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og Föstudagslaganna, leiðsögumaður og faðir, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Hann gaf sér tíma frá stúdíóvinnu til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvað verslun færirðu?
Ellingsen.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Ég er ekki hér.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Axel Foley-stefið.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Ekkert.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, við hvaða lag myndirðu vilja dansa?
Killing in the name of.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Af hverju ekki?

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Björgvin Halldórsson.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Stefán. Þú ert ekkert svo ógeðslega heimskur.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
U, já!

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að láta af?
Að míga utan í dekk á bílum.

Hverju laugstu síðast?
Svarinu við spurningunni á undan.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að súkkulaði með appelsínubragði er viðbjóður.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Til dæmis að safna dauðu skinni í krukku.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Jasmine.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Tónleikum með Michael Jackson.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?
Fæturnir á mér.

Hver er fyndnasta „pick-up“-lína sem þú hefur heyrt?
Ef ég væri ekki 100% viss um að þú værir lesbía, mundi ég halda að þú værir að reyna við mig.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Hvað mundi Van Damme nefna ál fyrirtækið sitt? Van Damme ál.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Súkkulaði með appelsínubragði.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Pakka kavíar í öskjur.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Ég skil ekki spurninguna.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Hlaupa maraþon, spila tvenna tónleika og djamma til hálf sex.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Vá, flestar íþróttir ölvaðra væru fáránlega fyndnar, en ég væri til í að sjá ofurölvi hópfimleika.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Texas Chainsaw Massacre.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Óspektir við yfirvaldið.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Kjartan galdrakarl, hann hatar strumpa.

Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Aldrei aldrei land.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að vera fátækir.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Vandræðalegt.

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?
Ég færi á rönguna.

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?
Vegna þess að svín geta ekki séð himininn og því vita þau ekki að hann sé til.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Hún býr með mér og spyr hvað sé í matinn og hvort ég ætli ekki örugglega að horfa á leikinn?

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump yrði myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
„Donald Trump myrtur! Hvers eiga Friðrik Dór og Lagarfljótsormurinn að gjalda?“

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Alls ekki. Ég mundi kveikja á kertum, dempa ljósin taka hvítvín úr kælinum og bíða við endann á ganginum í silkislopp þar til hann kæmi fram og segja „velkominn á heimilið mitt.“

Hvað er framundan um helgina?
Þorrablót heima í Mývatnssveit

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“