fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Fá milljón dollara fyrir hvern þátt af Big Little Lies

Launin hækka töluvert fyrir þáttaröð tvö

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Big Little Lies, stutta þáttaröð HBO sjónvarpsstöðvarinnar, átti bara að innihalda sjö þætti, en vegna gríðarlega vinsælda hefur verið ákveðið að þáttaröð tvö verði að veruleika, með nokkrum breytingum.

Kona mun setjast í leikstjórastólinn, en Andrea Arnold hefur verið ráðin til að taka við af Jean-Marc Vallée og nokkrir leikaranna munu fá verulega launahækkun.

Reese Witherspoon og Nicole Kidman munu fá 1 milljón dollara hvor, eða rúmlega 102 milljónir íslenskra króna fyrir hvern þátt. Zoe Kravitz og Shailene Woodley munu einnig fá verulega launahækkun.

Hluta launahækkunarinnar má kannski útskýra með nýju hlutverki Witherspoon í sjónvarpsþáttaröð Apple, sem enn hefur ekki fengið nafn, en mun hún fá 1,25 milljón dollara fyrir hvern þátt þar.

Big Little Lies hefur einnig fengið gríðarlega góða dóma, auk þess að hljóta Golden Globe og Emmyverðlaun, þannig að ljóst var að framboð varð að mæta eftirspurn. Samningar leikara innihéldu ekki ákvæði um frekari þáttaraðir og því var tilvalið að hækka launakröfurnar.

Witherspoon og Kidman munu hafa fengið 250 þúsund dollara fyrir hvern þátt af þáttaröð eitt og ættu því að vera glaðar með launahækkunina. Tölurnar innihalda ekki tekjur þeirra sem framleiðendur þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?