Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er faraldur á Íslandi, og í dag gaf Minningarsjóður Einars Darra út annað forvarnarmyndband þar sem minnt er á þá óhuggulegu staðreynd.
Í því lýsir fjölskylda Einars Darra, Bára Tómasdóttir, móðir hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir og Anítu Rún Óskarsdóttir, systur hans og Óskar Vídalín Kristjánsson, faðir hans, Einari Darra, eiginleikum hans og kostum. Einar Darri lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja, hann var aðeins 18 ára, fæddur 10. febrúar 2000.
Myndbandið er annað myndbandið af nokkrum sem Minningarsjóður Einars Darra mun gefa út.
Sjáðu fyrsta myndbandið hér.