fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ari Alexander á stóra ætt í Síberíu í gegnum móður sína: „Þetta er hjartahlýtt fólk“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 30. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október verður kvikmyndin Undir halastjörnu frumsýnd. Hún er byggð á líkfundarmálinu svokallaða frá árinu 2004 sem öll þjóðin fylgdist með. Myndin er fyrsta leikna kvikmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar í fullri lengd en hann hefur lengi starfað við kvikmyndagerð, myndlist og fleira. DV ræddi við Ara um myndina, föðurmissinn og Síberíu en þaðan fluttist móðir hans til Íslands á sjöunda áratugnum.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Með mömmu í Síberíuhraðlestinni

Hjá kvikmyndagerðarmönnum lýkur fæðingu eins verks aldrei án þess að önnur meðganga sé hafin. Ari er með nokkur járn í eldinum, þar á meðal heimildamynd um tengsl Íslands, Rússlands og Síberíu sem ber vinnuheitið, Þráður að rót. Margra ára verkefni um Kristján Guðmundsson myndlistarmann og leikna kvikmynd í fullri lengd eftir stuttsögu Guðbergs Bergssonar, sem heitir Missir.

„Síðan er ég nýkominn frá Síberíu með mömmu. Ég hef verið að skoða sögu Rússlands og hvernig það tengist Íslandi. Einnig hvort tenging milli Síberíu og Íslands sé yfirleitt til staðar.“

Hvernig er þessi staður?

„Eins og að fara á aðra plánetu í jákvæðum skilningi. Þarna er svakalegur kuldi á veturna og svakalegur hiti á sumrin. Jakútía er sú borg þar sem hefur mælst mestur kuldi á jörðinni, um sjötíu gráða frost. Þetta er mikið iðnaðarsvæði, gas, olía og stærstu demantanámur landsins. Miðborg höfuðstaðarins er nýmóðins en ef maður fer í úthverfin og út fyrir borgina er maður kominn langt aftur í tímann. Þetta er fjölþjóðasamfélag. Þarna eru bæði frumbyggjarnir, Jakútar, og svo fólk frá Norður-Rússlandi, Suður-Rússlandi og fleiri stöðum sem fluttist út af iðnaðinum á Sovéttímanum en síðan voru nú keisararnir og Stalín duglegir að senda þangað hugsjóna- og menntafólk í bland við smákrimma sem þeir töldu vera óæskilegt fólk í útlegð og höfðu þeir góð áhrif á samfélagið.“

Siglt á Lenu fljóti

Ari, móðir hans, Katrín Þorvaldsdóttir uppáhaldsvinkona, Ýr Þrastardóttir, kærasta, ásamt Tómasi Erni tökumanni fóru með lestinni austur, í öfuga átt við leiðina sem hún fór meira en sextíu árum áður til Moskvu. Á leiðinni sagði hún okkur ótrúlegar sögur af stöðum og fólki.

„Mamma á systkini og stóra fjölskyldu þarna. Þegar nánasta fjölskyldan hittist á móti voru það um 180 manns.“

Hvernig fólk er þetta?

„Þetta er hjartahlýtt fólk og ég finn sterka tengingu við náttúruna í gegnum það. Þegar ég kom þangað fyrst fyrir meira en þrjátíu árum var ég yfir mig hrifinn og síðan höfum við mamma farið margoft. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum því þetta er sérstakur staður, þú verður að upplifa hann. Við Íslendingar þekkjum þennan stað ekki. Það Rússland sem birtist okkur í fjölmiðlum er aðeins Evrópuhlutinn. Rússland er ellefu tímabelti og þar af er spannar Síbería níu.“

Lítur þú á þig sem Jakúta?

„Fyrst og fremst er ég Íslendingur en ég á þennan uppruna í gegnum mömmu sem mér þykir vænt um. Ég hef fylgst vel með Rússlandi síðan ég var smástrákur og séð það þróast úr Sovétríkjunum yfir í nútímann. Mér hefur alltaf litist ofsalega vel á land og þjóð og fundist það fá ósanngjarna umfjöllun hér heima og á Vesturlöndum. Þegar ég var barn man ég eftir að aðrir töluðu um allt hræðilega vonda fólkið í Rússlandi en ég þekkti ekkert nema hlýjuna, ástina og umhyggjuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér