fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Steinunn í herinn vegna veðmáls: „Ég vann fimmtíu dollara“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Sædal er ein af þeim fáu Íslendingum sem þekkja hernað af eigin raun en hún barðist með landgöngudeild Bandaríkjahers í stríðinu í Írak sem braust út árið 2003. Steinunn var þá einstæð móðir og fór samtals tvo túra í þennan mikla hildarleik. Í seinni ferðinni lenti hún í sprengjuárás og er enn að kljást við meiðslin sem hún hlaut, líkamleg og andleg. Kristinn ræddi við Steinunni sem nú ræktar íslenska hesta í San Diego.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Í herinn vegna veðmáls

Eftir að Steinunn flutti heim frá Þýskalandi fékk hún vinnu á Keflavíkurflugvelli og þar kynntist hún bandarískum hermanni að nafni Alan Truesdale. Hann var liðþjálfi í landgöngudeildinni og innan skamms settu þau upp hringana og eignuðust dóttur. Árið 1996 fluttu þau saman til Kaliforníu þar sem hún býr enn en þau Alan skildu eftir tíu ára sambúð.

Eins og gefur að skilja var Steinunn mikil kraftakona og setti stefnuna á að verða lögregluþjónn. En sá draumur var úti þegar hún komst að því að einungis bandarískir ríkisborgarar geta starfað sem lögregluþjónar. Þrátt fyrir að hafa búið í meira en tvo áratugi í Kaliforníu er hún ekki enn orðin ríkisborgari því að hún neitar að gefa eftir íslenska ríkisborgararéttinn. En þegar einar dyr lokast þá opnast gjarnan aðrar. Árið 2001 gekk hún í landgöngudeild bandaríska hersins.

Hvernig stóð á því að þú skráðir þig í herinn?

„Það var út af veðmáli,“ segir Steinunn og flissar. „Yfirmaður minn á stað sem ég var að vinna á hafði verið í sjóhernum og hann sagði að ég gæti aldrei orðið landgönguliði. Það væri allt of erfitt að komast í gegnum grunnþjálfunina. Ég tók hann á orðinu og spurði hvort hann vildi veðja. Tveimur vikum síðar var ég komin í búðirnar í Parris Island í Suður-Karólínu.“

Var þetta ekki svolítið stórt skref að taka?

„Ég vann fimmtíu dollara,“ segir hún og hlær. „Mamma var ofboðslega stolt af mér og ég held pabbi líka en hann er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar. Ég talaði ekkert mjög mikið við fjölskyldu mína á þessum tíma. Í þjálfunarbúðunum máttum við ekki hringja í neinn. Ég þurfti reyndar að fá sérstakt leyfi til að ganga í landgönguliðið því að ég var orðin 27 ára gömul, flestir fara þarna inn mjög ungir, jafnvel 17 ára. En mér var tekið mjög vel og var eins og mamma allra unglinganna þarna.“

Steinunn segir að landgönguliðarnir séu mun nánari hópur en í flestum öðrum deildum hersins eins og landher, sjóher og flugher. Þjálfunin sé líka mjög erfið, sérstaklega fyrir konur og aðeins nýlega var byrjað að leyfa konum að vera í fremstu víglínu deildarinnar.

„Þegar ég var lítil stúlka dreymdi mig oft að ég væri hermaður. Síðan vaknaði ég og áttaði mig á að þetta voru bara draumar og af því að ég bjó á Íslandi var þetta svo fjarlægur veruleiki. En þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Landgönguliðarnir eru fjölskylda. Við erum öll bræður og systur. Ef einhver þarf á hjálp að halda þá hrúgast allir að til að aðstoða. Semper Fi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“