fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Steinunn Sædal særðist í Írak: „Ég hélt að við værum dauðans matur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Sædal er ein af þeim fáu Íslendingum sem þekkja hernað af eigin raun en hún barðist með landgöngudeild Bandaríkjahers í stríðinu í Írak sem braust út árið 2003. Steinunn var þá einstæð móðir og fór samtals tvo túra í þennan mikla hildarleik. Í seinni ferðinni lenti hún í sprengjuárás og er enn að kljást við meiðslin sem hún hlaut, líkamleg og andleg. Kristinn ræddi við Steinunni sem nú ræktar íslenska hesta í San Diego.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Höfuð skilið eftir á disk

Steinunn fór heim til Bandaríkjanna og átti yngri dóttur sína, Dalíu, og til að aðstoða hana flutti Ríkey, móðir hennar, til Bandaríkjanna. Hún seldi allt heima á Íslandi og sá um börnin þegar Steinunn flaug út í sinn seinni túr til Írak en þá var hún í þungaflutningasveit og starfaði við að sækja bíla og aðra hluti sem höfðu verið sprengdir.

Misstir þú vini þarna úti?

„Já, mjög marga.“

En skaust þú einhvern?

„Ég held að ég hafi ekki hitt einn né neinn og reglurnar voru mjög strangar um hverju við máttum skjóta að. Skæruliðarnir skutu hins vegar á alla sem þeir vildu,“ segir hún sposk. „En mig langaði heldur ekki til þess að drepa neinn. Ef ég hefði þurft þess þá hefði ég gert það.“

Steinunn kynntist mörgum heimamönnum sem hún segir hafa verið mjög gefandi og minnist hún sérstaklega fornleifafræðings sem sýndi henni rústirnar af hinni fornu borg Babýlon. Hún sá líka ólýsanlegan hrylling koma fyrir fólk.

„Við þekktum einn sextán ára strák sem hét Muhammed. Faðir hans var að vinna á flugvellinum og skæruliðarnir náðu honum fyrir utan einn daginn. Þeir tóku af honum hausinn, plokkuðu augun út, skáru tunguna af, settu á disk og skildu eftir fyrir utan völlinn. Þetta var gert til að hræða heimamenn og fæla þá frá því að vinna með okkur.“

Slasaðist illa í sprengjuárás

Í einni aðgerð árið 2004 var Steinunn farþegi í trukk sem varð fyrir sprengjuárás. Allt í einu kom byssukúla frá leyniskyttu fljúgandi milli hennar og annars hermanns og skömmu síðar varð sprenging í trukknum. Bíllinn var með stórt hlass og var tíu eða fimmtán tonna þungur en sprengjubyssan sem notuð var er yfirleitt notuð til að granda skriðdrekum.

„Þetta var allt öðruvísi en það sem við erum vön að sjá í bíómyndunum. Það kom hvítt ljós og svo var eins og það liði heil sekúnda þangað til sprengingin sjálf varð. Það hægðist á tímanum. Þegar sprengingin kom loks þá urðum við öll heyrnarlaus á stundinni, eins og það væru flautur í eyrunum á okkur. Trukkurinn lyftist, flaug marga metra og fór allur í skrall. Ég sá allt í einu framljósin lýsa beint á okkur og húddið var farið af bílnum. Síðan varð allt alelda og ég hélt að við værum dauðans matur. En við náðum að komast út úr bílnum og ætluðum að hlaupa í burtu. Þá var hrópað til okkar og við vöruð við jarðsprengjusvæðinu sem var beint fyrir framan fæturna á okkur.“

Steinunn særðist alvarlega í árásinni. Hún skaddaðist á mjóhrygg og við hálsinn og missti heyrn í öðru eyra. Um tíma gat hún ekki gengið og þurfti að fara í aðgerðir. En alvarlegustu afleiðingarnar voru mikill heilaskaði og áfallastreituröskun sem hrjá hana enn mjög í dag. Þrátt fyrir þetta fór hún ekki strax heim frá Írak.

„Þegar ég lenti í árásinni gaf herinn mér möguleika á að fara strax heim. Ég gat ekki gengið í nokkra daga eftir þetta. Hins vegar ákvað ég að vera lengur af því að krakkarnir sem voru úti með mér voru þarna í sínum fyrsta túr en ég hafði reynsluna. Ég vildi ekki yfirgefa þau.“

Steinunn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í bandaríska hernum en eftir sprengjuárásina fékk hún hið þekkta purpurahjarta, sem er veitt þeim hermönnum sem særast á vígvellinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni