fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Þorsteinn stýrir Bataskólanum: „Brýtur niður fordóma að fólk með ólíkan bakgrunn sitji saman í bekk“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júlí 2018 18:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Guðmundsson hefur verið einn ástsælasti grínisti landsins síðan hann sló í gegn í þáttunum Fóstbræður, sem sýndir voru á Stöð 2 árin 1997 til 2001. Þorsteinn hefur komið víða við í leiklist, uppistandi, þáttagerð og fleiru. Nú hefur hann breytt um stefnu, menntað sig í sálfræði og starfar við nýstofnaðan bataskóla, sem fólk sem glímt hefur við andleg veikindi og aðstandendur þeirra sækja.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Stýrir skóla fyrir geðsjúka og aðstandendur

Við hittum Þorstein fyrir í Bataskóla Íslands við Suðurlandsbraut sem hefur verið starfandi í eitt ár og útskrift annars bekkjar er nýlokið. Þorsteinn starfar þar sem verkefnisstjóri ásamt Esther Ágústsdóttur og skipuleggja þau dagskrá skólans. Skólinn er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Reykjavíkurborgar til þriggja ára og nær námið yfir eitt skólaár.

„Hingað kemur fólk í sex til sjö mánuði og velur sér námskeið sem hentar. Námskeiðin snúast öll um bata við geðrænum kvillum og áskorunum og leiðir til betri lífsgæða. Til dæmis námskeið um kvíðastjórnun, þunglyndi, sjálfstraust, ADHD, sjálfsumhyggju, núvitund og margt fleira.“

Þorsteinn segir að hér á Íslandi hafi verið til áhugahópur um að koma upp slíkum skóla í mörg ár og að þeir séu til víða erlendis, sérstaklega í Bretlandi. Hópurinn fór út til Bretlands til að skoða aðstæður og ákveðið var að hafa einn slíkan, Nottingham Recovery College, sem fyrirmynd að íslenska skólanum. Oft eru skólarnir inni á geðdeildum en í Nottingham er hann óháðari stofnun.

Á næsta ári verður lögð áhersla á yngra fólk og boðið upp á bekk fyrir 18 til 28 ára og Þorsteinn er mjög spenntur yfir því.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu. Við teljum út frá okkar reynslu að ungt fólk vilji vera út af fyrir sig. Einnig er þetta sá hópur sem þeir sem standa að úrræðum svipuðum og okkar eru að reyna að ná til. Þetta er fólk sem yfirleitt hefur veikst frekar nýlega og er viðkvæmt. Það er búið að vera að rannsaka þennan hóp sérstaklega undanfarin ár og undarlegar niðurstöður eru að koma í ljós. Einmanaleiki drengja er að aukast, kvíði og þunglyndi hjá unglingum einnig. Það er erfitt að reiða hendur á hvað er í gangi.“

 

Útrás í fangelsi og fleiri staði

Þorsteinn leggur áherslu á að Bataskólinn sé skóli en ekki meðferð. Hér eru ekki teknar niður neinar sjúkrasögur eða slíkt en reynt er að mæla árangurinn af starfinu með könnunum og viðtölum, bæði vellíðan og virkni nemenda.

„Hérna eru hins vegar engin próf eða mætingarskylda. Við höfum skráð niður mætingar og haft samband við þau sem að mæta illa og hvatt þau til að mæta. Sumum finnst þetta erfitt og námskeiðin eru krefjandi. Þetta er alvöru skóli en við leggjum mjög mikið upp úr léttleika og fjölbreytilegum kennsluaðferðum og notum aldrei sömu aðferð nema í tíu mínútur í senn, fyrirlestur, verkefnavinna, vídeó og svo framvegis. Ef fólki finnst erfitt getur það farið fram og tekið sér pásu, við höfum þetta manneskjulegt.“

Í hvernig ásigkomulagi er fólkið sem leitar til ykkar?

„Flestir sem koma inn í skólann til okkar eru þeir sem hafa reynslu af geðrænum veikindum og hafa verið á batavegi í einhvern tíma, yfirleitt nokkur ár. En það er ekkert endilega þannig og sumir koma beint úr meðferð á Landspítalanum. Sumir eru orðnir einkennalausir og vilja halda sér á góðum vegi og aðrir vilja bæta lífsgæði sín þótt þeir hafi einkenni. Þannig skilgreinum við bata á einstaklingsbundinn hátt. Þetta er mjög fjölbreytilegur hópur með mismunandi bakgrunn og það brýtur niður fordóma að fólk með ólíkan bakgrunn sitji saman í bekk.“

Alls 28 manns voru innritaðir í fyrsta hóp skólans síðastliðið haust og Þorsteinn finnur fyrir þörfinni. Hann og Esther hafa verið að sækja út á við og sótt styrki til þess. Til dæmis hefur Bataskólinn verið með námskeið í fangelsinu á Hólmsheiði fyrir kvenfanga en geðheilbrigðismál fanga hafa einmitt mikið verið til umræðu á undanförnum árum og mikill skortur á sálfræðiaðstoð fyrir þá. Í haust verður meira gert af þessari útrás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli