fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025

Kolbrún Baldursdóttir: „Það var farið að renna upp fyrir mér að hann væri samkynhneigður“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 20. maí 2018 19:00

„Ég var farin að upplifa samband okkar eins og systkina frekar en hjóna“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir hefur um árabil verið einn öflugasti málsvari barna. Sem starfandi sálfræðingur til 25 ára hefur hún unnið mikið með börnum sem eiga mjög bágt. Nú ætlar hún að að færa baráttuna gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í sal borgarstjórnar sem oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Kolbrún var gift Vigni Jónssyni, sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður árið 1983. Kristinn hjá DV ræddi við Kolbrúnu og Vigni.

Þetta er brot úr löngu helgarviðtali við DV

„Viggi, þú ert hommi“

Kolbrún útskrifaðist úr Verslunarskólanum og Vignir úr Kennaraháskólanum og saman fluttu þau á Stokkseyri þar sem þau kenndu bæði í barnaskólanum. Vorið 1981 var Karen Áslaug skírð og gengu Kolbrún og Vignir í hjónaband.

„Brúðkaupið fór allt í vaskinn. Ég fékk hárgreiðslu eins og fermingarbarn, kakan var glerhörð og óæt og brúðarvöndurinn hrundi í sundur í miðri athöfn. Vignir hafði keypt sér hvíta skó sem voru svo þröngir að það blæddi úr hælnum á honum og hann varð haltur. Þetta var algjörlega misheppnað,“ segir Kolbrún og hlær.

Um það bil þremur árum síðar varð það æ ljósara að hjónabandið var ekki alveg eins og það átti að vera. Þau voru miklir vinir, sálufélagar og ræktuðu hlutverk sitt sem foreldrar dyggilega en samt vantaði eitthvað.

„Á þessum tíma sá ég ekki annað fyrir mér en að við myndum alltaf vera saman, sérstaklega af því að við áttum þetta yndislega barn. En þegar við fluttum til Reykjavíkur árið 1983 vorum við búin að uppgötva að hjónabandið gengi ekki og það var farið að renna upp fyrir mér að hann væri samkynhneigður. En það var ekkert talað um svona hluti á þessum tíma, þetta var algjört tabú. Það var erfitt að koma orðum að þessu en eitt kvöldið þegar við sem oftar sátum og spjölluðum sagði ég við hann: Viggi, þú ert hommi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa

Var í rosalegu stuði eftir sigur í gær – Vindill og dansspor inni í klefa
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Er efstur á óskalista United í janúar

Er efstur á óskalista United í janúar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum
Veirufaraldur í Kína
433
Fyrir 13 klukkutímum

Frábært gengi Forest heldur áfram – Stórsigur í kvöld

Frábært gengi Forest heldur áfram – Stórsigur í kvöld
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar

Senda frá sér yfirlýsingu vegna andláts yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn

Netglæpamenn þykjast vera íslenskur sóknarprestur – Bjóða ókeypis tjaldvagn