fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Vignir Ljósálfur Jónsson: „Þetta var í raun spurning um hvort okkar yrði fyrst til að finna annan mann“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 19. maí 2018 20:00

„Sem unglingur átti ég kærasta en þá var ég enn inni í skápnum og ekki beint að setja þetta í samhengi við að vera samkynhneigður“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir hefur um árabil verið einn öflugasti málsvari barna. Sem starfandi sálfræðingur til 25 ára hefur hún unnið mikið með börnum sem eiga mjög bágt. Nú ætlar hún að að færa baráttuna gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í sal borgarstjórnar sem oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Kolbrún var gift Vigni Jónssyni, sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður árið 1983. Kristinn hjá DV ræddi við Kolbrúnu og Vigni.

Þetta er brot úr löngu helgarviðtali við DV

 Vandræðalegt ástand

Vignir og Kolla bjuggu áfram saman í nokkurn tíma eftir skilnaðinn og sögðu fjölskyldu og vinum ekki samstundis frá ástæðunni fyrir honum. Vignir segir að þau hafi bæði verið farin að líta fram á veginn og komast í annað samband. Hann brosir aftur þegar hann segir frá þessu:

„Þetta var í raun spurning um hvort okkar yrði fyrst til að finna annan mann og þá myndum við hætta að búa saman. Þetta var orðið svolítið vandræðalegt ástand. Ég var samt ekkert að flýta mér í þeim efnum.“

Á þeim tíma var lítil umræða í gangi um samkynhneigð og Vignir vissi ekki hvernig foreldrar hans, systkini og vinir myndu taka fréttunum þegar hann segði frá.

„Skömmu áður en ég fór út til Bandaríkjanna, til þess að heimsækja Kollu og Karen, sagði ég móðursystur minni frá því að ég væri hommi og væri kominn með kærasta. Hún bauðst til að segja mömmu frá þessu í góðu tómi ef ég vildi og ég var sáttur við það. Ég sagði foreldrum mínum því aldrei formlega frá þessu. Á jólunum fékk ég símtal frá foreldrum mínum og vissi þá að þau vissu þetta. Það var ekkert talað beint um samkynhneigð mína en ég fann fyrir miklum létti. Ári síðar, þegar ég var farinn að búa með mínum kærasta, Tóta, þá fengum við í jólagjöf frá foreldrum mínum hvor sína slaufuna og steikarpönnu. Það var táknrænt samþykki þeirra fyrir okkar sambandi.“

En fannstu fyrir fordómum frá öðrum?

„Ég fann ekki fyrir neinum fordómum gagnvart okkur og enginn sneri við okkur bakinu. Við vorum ekki mikið að flagga þessu út á við en við vorum heldur ekkert að fela sambandið.“

Eins og Kolbrún lýsti þá hefur vinskapur hennar og Vignis haldist óslitinn í þau þrjátíu og fimm ár sem liðin eru frá skilnaðinum. Í gegnum súrt og sætt hafa þau staðið saman og horft á barnið og barnabörnin vaxa. Samband þeirra er mun sterkara en flestra annarra fráskildra hjóna.

„Margir skildu það ekki hvernig við gátum haldið svona miklum vinskap eftir skilnaðinn. En þetta var svo eðlilegt fyrir okkur. Ég get alltaf leitað til Kollu og hún til mín.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Auglýsing Google vekur gríðarlega athygli og umdeild – Maðurinn sem tók mjög umdeilt skref fer á kostum

Auglýsing Google vekur gríðarlega athygli og umdeild – Maðurinn sem tók mjög umdeilt skref fer á kostum
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher setur þessa kröfu á Liverpool eftir leikinn í gær

Carragher setur þessa kröfu á Liverpool eftir leikinn í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarki Már: „Það væri skrýtið ef ég segði það“

Bjarki Már: „Það væri skrýtið ef ég segði það“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nökkvi skrifar undir í Hollandi

Nökkvi skrifar undir í Hollandi