fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Kolbrún hjá Flokki fólksins ætlar í borgarstjórn: „Merkilegt að sjá aðra flokka vera að gera stefnuna okkar að sinni“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 19. maí 2018 10:00

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir hefur um árabil verið einn öflugasti málsvari barna. Sem starfandi sálfræðingur til 25 ára hefur hún unnið mikið með börnum sem eiga mjög bágt. Nú ætlar hún að að færa baráttuna gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í sal borgarstjórnar sem oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Kolbrún var gift Vigni Jónssyni, sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður árið 1983. Kristinn hjá DV ræddi við Kolbrúnu og Vigni.

Þetta er brot úr löngu helgarviðtali við DV

Féll strax fyrir stefnu Flokks fólksins

Kolbrún er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur starfað sem klínískur sálfræðingur síðan árið 1992 eftir að hún sneri heim úr námi frá Bandaríkjunum. Hún hefur auk þess starfað í góðgerðarmálum og var formaður Barnaheilla frá 2012–2018. Kolbrún leiðir nú lista Flokks fólksins, sem býður fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar í Reykjavík. Hún er þó ekki ókunn stjórnmálunum því hún er varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún kynntist Ingu Sæland síðasta sumar en fannst þó einhvern veginn eins og þær hefðu alltaf þekkst og verið vinkonur. Á þeim tímapunkti var flokkurinn að mælast hátt í skoðanakönnunum og Inga sífellt að verða meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni.

„Stefna Flokks fólksins var eins og snýtt út úr nösunum á mér og Inga var kona sem mig langaði að kynnast. Hún segir hlutina hreint út og eignast kannski fullt af óvinum fyrir vikið. En henni er bara alveg sama. Það sama á við um mig, ég berst af hugsjón fyrir fallegan málstað, ég er ekki í neinni vinsældakeppni.“

Kolbrúnu bauðst að vera oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og svo sannarlega tók ég því af auðmýkt. Það eru svo mörg málefni sem eru mín hjartans mál. Þess vegna vil ég komast að stjórnartaumunum. Ég hreinlega brenn fyrir því að mega hjálpa fólkinu okkar sem á um sárt að binda. Skólamálin og börnin eru mér sérstaklega hugleikin enda hef ég mikla reynslu af störfum mínum með þeim, bæði sem skólasálfræðingur og gegnum störf mín hjá Heilsugæslunni. Ég mun aldrei gleyma að börnin okkar eru fjársjóður framtíðar og við verðum að gæða líf þeirra eins mikilli hamingju og barnslegri gleði og nokkur kostur er.

Að eiga öruggt heimili er algjör forsenda fyrir velferð fjölskyldunnar. Algjör forsenda fyrir öryggi barnsins. Stefna Flokks fólksins í húsnæðismálum er því algjör hornsteinn til betra lífs í borginni fyrir alla. Við viljum afnema ríkjandi lóðaskortsstefnu og koma á fót öflugu félagslegu húsnæðiskerfi. Til þess þurfum við að fá lífeyrissjóðina og ríkið til liðs við okkur. Við mismunum ekki borgurunum og viljum aðgengi fyrir alla. Við viljum tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Við munum þrífa götur borgarinnar, stórefla almenningssamgöngur og losa um flöskuhálsa í umferðinni. Einkabíllinn er vinur okkar, sem og flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.

Kolbrún segir ánægjulegt að aðrir flokkar séu búnir að taka upp stefnu flokksins í mörgum málaflokkum.

„Mér finnst merkilegt að sjá aðra flokka vera að gera stefnuna okkar að sinni. Það segir mér einfaldlega að þeir hafa enga hugsjón sjálfir fyrir því sem þeir eru að gera. Nei, þeir eru að gera út á það sem þeir telja að muni selja og fá kjósendur til að kjósa sig. Ég trúi því hins vegar ekki að það sé nóg að tileinka sér stefnu annarra um málefni sem viðkomandi hefur ekki virt viðlits í stjórnartíð sinni. Kjósendur sem búa við verkin þeirra hafa engu gleymt. Nú er t.d. oddviti Vg farinn að tala um að endurreisa verkamannabústaðakerfið. En það er eitt af aðalbaráttumálum Flokks fólksins og hefur verið frá stofnun hans. Hvar eru 3.000 íbúðirnar sem átti að byggja á kjörtímabilinu? Félagslegum íbúðum í eigu borgarinnar hefur mörgum verið illa við haldið, eru heilsuspillandi, fangnar af myglu og raka. Hver trúir þessum hola hljómi sem er án nokkurs raunverulegs vilja til að breyta í þágu þeirra sem þurfa á hjálpinni að halda? Ekki ég. Þess vegna bið ég ykkur að varast eftirlíkingar, þær virka aldrei eins og hið sanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“