fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fókus

„Nokkuð ódýr og mislukkaður“

Nýr landsliðsbúningur var kynntur á fimmtudag – Tískufróðir eru misánægðir

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Föstudaginn 16. mars 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins var kynntur á fimmtudag. Almenn ánægja virðist vera með búninginn þótt skoðanir séu skiptar eins og alltaf. DV spurði þrjá tískufróða einstaklinga um álit þeirra á nýja landsliðsbúningnum.

Fannst fyrri búningurinn eitt það ljótasta sem hún hefur séð í þessum málum
Ellen Loftsdóttir Fannst fyrri búningurinn eitt það ljótasta sem hún hefur séð í þessum málum

„Ég hef nú aldrei verið aðdáandi landsliðstreyjunnar og er engin breyting þar á eftir að hafa séð þessa nýju,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti. Ellen segir að treyjan sé þó nokkru skárri en síðasta treyja „sem var eitt það ljótasta sem ég hef séð í þessum málum,“ segir Ellen og bætir við:

„Maður hálf vorkenndi þessum sætu strákum að þurfa að spila á stórmóti í þessu, enda er Errea merki sem sérhæfir sig í hönnun á markmannshönskum. Er frændi eigandans að vinna hjá KSÍ? Veit ekki um neitt landslið í heiminum sem klæðist þessu merki.“

Fatahönnuðinum finnst búningurinn líta úr fyrir að vera ódýr og mislukkaður
Bóas Kristjánsson Fatahönnuðinum finnst búningurinn líta úr fyrir að vera ódýr og mislukkaður

Bóas Kristjánsson fatahönnuður segir að um sé að ræða einfaldan búning sem sé í raun bara gott mál.

„Íslenski búningurinn fær „pixla gradient“ bláan, rauðan og hvítan á ermarnar sem mér finnst frekar dúllulegt en er ekki viss um að líti vel út í fjarlægð. Kraginn nær ekki alla leið í hálsmálinu sem hönnuðurinn hefur leikið sér aðeins með. Búningurinn er of flatur fyrir minn smekk. Það sem er mjög skemmtilegt er að inni í bolnum skuli standa „Fyrir Ísland.“ Ég hef trú að því að strákarnir fái auka hvatningu við að sjá búningana hangandi í klefanum með þessari áletrun. Ef ég á að vera 100% hreinskilinn, og mér finnst leiðinlegt að segja það, en hann er að mínu mati nokkuð ódýr og mislukkaður.“

Var upp í rúmi að borða beikonbugður þegar DV náði tali af henni

Eygló Margrét Lárusdóttir Var upp í rúmi að borða beikonbugður þegar DV náði tali af henni

Mynd: © 365 ehf / Hanna Andrésdóttir

Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður var stuttorð í samtali við DV. „Mér finnst öll íþróttaföt ljót. Ég sé að það er svona frussandi eldfjall á ermunum. En hvað get ég sagt, ég er bara aumingi uppi í rúmi að éta beikonbugður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Treyja Estherar er falleg flík fyrir yngstu börnin

Treyja Estherar er falleg flík fyrir yngstu börnin
Fókus
Fyrir 1 viku

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér
Fókus
Fyrir 1 viku

Hefur misst yfir 50 kíló á Ozempic – Fólk segir núna andstyggilega hluti um andlit hennar

Hefur misst yfir 50 kíló á Ozempic – Fólk segir núna andstyggilega hluti um andlit hennar