fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Magnea var fyrirmyndarbarn sem endaði á götunni: „Best klæddi róninn, alltaf í rándýrum fötum úr Kronkron“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 5. mars 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst sorglegt að eiga þessar minningar, að hafa verið í fangelsi og að hafa verið róni niðri í bæ. Best klæddi róninn, alltaf í rándýrum fötum úr Kronkron og svo niðri á Austurvelli að drekka kardó“.

Þetta sagði Magnea Hrönn Örvarsdóttir í átakanlegum þætti Jóns Ársæls Paradísarheimt á RÚV. Magnea opnaði sig þar á einlægan hátt um erfið augnablik í lífi sínu, áfengi, fíkniefni, fangelsi og götulíf. Magnea er tveggja barna móðir og hefur hún setið í fangelsi í þrjú ár. Ekki er um alvarleg brot að ræða. Í þættinum kemur fram að Magnea hafi verið fyrirmyndarbarn sem hafi skarað fram úr í skóla. Þá var greint frá því að Magnea hafði starfað sem blaðamaður og þýðingar.

Magneu finnst sárt að hugsa til baka og sér eftir mörgum ákvörðunum. Þá spurði Jón Ársæll:

Hvernig er að drekka kardó?

„Þetta er ógeðslegt, sko. Þetta er ógeðslega vont,“ svaraði Magnea og bætti við: „Ég bara gleypi þetta einhvern veginn, skutla þessu í mig og reyni að drekka eitthvað á eftir, kók eða eitthvað.“

Í gær varstu tekin í Kringlunni. Þá varst þú út úr drukkin. Hvað gerðist? spurði Jón Ársæll.

„Ég man ekki neitt eftir því. Ég mundi ekki eftir að ég hefði verið tekin þar,“ svaraði Magnea.

Sérðu fram á þann tíma að þú sért laus við þetta allt saman?

„Já, en ég held ég þurfi að koma mér aðeins af landinu. Þetta er of lítið land. Ég er alltaf að hitta einhverja sem ég hef verið með inni,“ svaraði Magnea og sagði síðan seinna í þættinum:

„Mér finnst sorglegt að eiga þessar minningar, að hafa verið í fangelsi og að hafa verið róni niðri í bæ. Best klæddi róninn, alltaf í rándýrum fötum úr Kronkron og svo niðri á Austurvelli að drekka kardó“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda