fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Ed Sheeran gefur 11 ára langveikum aðdáanda gítar

Foreldrar í baráttu vegna umönnunar dóttur sinnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski söngvarinn Ed Sheeran er greinilega góður gaur, en nýlega gaf hann áritaðan gítar til hinnar 11 ára gömlu Melody Driscoll. Foreldrar hennar, Karina og Nigel Driscoll, munu setja gítarinn á uppboð, en þau sjá fram á nokkurra milljóna króna kostnað og lögfræðibaráttu vegna umönnunnar Melody.

Melody glímir við ólæknandi sjúkdóm, svokallaðan Rett heilkenni, sem er afar sjaldgæfur, ólæknandi taugasjúkdómur sem hefur aðallega áhrif á stúlkur. Örfáar íslenskar stúlkur ganga með þennan sjúkdóm.

Melody er mikill aðdáandi Ed og gefur honum iðulega fingurkossa þegar hún horfir á hann í sjónvarpi. Þau hittust fyrst í nóvember 2016 þegar Ed kom og heimsótti hana á spítala og seinna hittust þau aftur þegar hann hélt tónleika í O2 tónleikahöllinni í London. Móðir Melody segir að þau hafi þegar náð einstaklega vel saman og núna munu þau hittast enn á ný.

Ed vonar að ágóði af sölu gítarsins, sem hann áritaði með „Play this guitar, lots of love, Ed“ (Spilaðu á þennan gítar, fullt af ást, Ed) muni hjálpa Melody að fá þau lyf og meðferð sem hjálpar henni sem best.

Móðir hennar segir: „Við erum gjörsamlega orðlaus. Það er svo yndislegt að hann hugsi til okkar á þennan hátt. Við munum sjá til þess að allir aðdáendur Ed eigi jafna möguleika á að vinna. Melody getur ekki talað, en hún hefur einstakan og lifandi persónuleika. Þegar Ed kemur í sjónvarpinu, þá lýsir andlit hennar upp og hún sendir honum fingurkossa. Við höfum grínast með að hann sé kærastinn hennar. Þegar þau hittust þá náðu þau einstaklega vel saman.“

Í október síðastliðnum tilkynntu læknar að þeir hygðust taka Melody af þeim verkjalyfjum sem hún hefur verið á, þar sem þeir telja að þau skaði lifur hennar. Foreldrar hennar telja að þetta valdi Melody gríðarlegum sársauka og telja að hún eigi rétt á að lifa eins þægilegu og sársaukalausu lífi og unnt er. Jafnframt sjá þau fram á baráttu fyrir dómstólum um áframhaldandi forsjá yfir dóttur sinni, en barnaverndaryfirvöld ætluðu að taka Melody úr forsjá foreldra hennar, en hættu við þau áform þegar mál hennar rataði í fjölmiðla. Spítalinn getur ekki tjáð sig um einstaka mál, en segir að allar ákvarðanir séu teknar svo þær þjóni sem best hagsmunum sjúklinga hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda