fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Kveikt í skólatösku Sölku Sólar: „Þetta brýtur mann niður“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 4. mars 2018 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld opnaði sig um skelfilegt einelti þegar hún hélt erindi á Kátum dögum nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fyrir skömmu. Vísir greindi fyrst frá. Salka sagði:

„Það byrjaði sem andlegt og byrjaði sem lítill kjarni, svo bættist alltaf í kjarnann. Svo urðu það eldri strákar líka og eldri bekkir. Þegar ég var tólf ára var fyrst kveikt í skólatöskunni minni og ráðist á mig. Þá voru þetta nokkrir strákar sem stunduðu að elta mig heim úr skólanum og berja mig.“

Salka hefur áður opnað sig um einelti í þeirri von að hjálpa öðrum og sína fram á að það sé hægt að lifa það af. Fyrir tveimur árum greindi Salka Sól frá því á Twitter að það hefði tekið hana tólf ár að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún hafi þurft á aðstoð að halda eftir einelti í æsku.

„Eftir það gat ég loksins verið ég sjálf,“ bætir hún við.

Salka tjáði sig einnig um einelti í þættinum Mannamál fyrir um ári síðan. Þar sagði Salka:

„Mér leið afskaplega illa í grunnskóla. Það byrjar svona í kringum níu ára aldurinn. Sem betur fer á ég ótrúlega góða foreldra og góða að, og ég komst í gegnum það.“ Bætti Salka við að það hefði tekið hana mörg ár að komast yfir þessa erfiðu reynslu. Afleiðingarnar hafi fylgt í mörg ár á eftir, og eineltið hafi skilið eftir sig sár á sálinni.

Gripið var til þess ráðs að senda Sölku út á land til frænku sinnar sem bjó á Djúpavogi, og gefa Sölku þannig hlé frá öllu því andlega álagi sem fylgdi eineltinu.

„Þetta er eitthvað sem eltir mann mjög lengi. Þetta brýtur mann niður. En ég get með sanni sagt að ég sé komin yfir þetta í dag. Hugsanlega er þetta hluti af mér og hluti af því hvernig ég er,“ sagði Salka jafnframt en hún forðaðist ætíð að tala um eineltið í viðtölum eftir hún fór að verða þekkt í tónlistargeiranum á Íslandi. Fyrir tveimur árum tók hún hins vegar meðvitaða ákvörðum um að stíga fram með reynslu sína.

„Hvatinn var að hjálpa ungu fólki sem lendir í svona. Því maður verður svo niðurbrotinn. Maður verður svo mikið núll. Manni líður eins og þetta muni aldrei lagast. Manni finnst maður vera stórgallaður, eins og það sé eitthvað að hjá manni. eins og maður þurfi að breyta sér,“ sagði Salka en í kjölfar þess að hún sagði frá eineltinu fékk hún fjölmörg skilaboð, meðal annars frá gömlum skólafélögum. Salka sagði þá.

„Það sem mig langaði að segja var að maður kemst yfir þetta.“

Salka segir í dag að hún sé búin að fyrirgefa gerendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“