fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Kara Kristel í yfirheyrslu: Þetta fer mest í taugarnir á henni í fari annarra

Kara Kristel í yfirheyrslu

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Föstudaginn 2. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kara Kristel kom eins og þeysireið á sjónarsvið Íslendinga. Hún var ekki bara opin í umræðu sinni um kynlíf heldur fyndin, frökk og óforskömmuð. Það er ekki skrýtið að athyglin beinist að henni, hún segir það sem henni finnst og oft veit þjóðin oft ekki hvernig á að taka því. En hún lætur sig ekki bara varða léttar hliðar lífsins. Hún hefur talað opinskátt um kynferðisofbeldi, vandræði með getnaðarvarnir og erfiðu hliðarnar á samskiptum kynjanna á bloggi sínu, kristelkara.com.

Hvað sem öðru líður og hvað sem hverjum finnst, þá er Kara Kristel komin til að vera, með húmorinn og hreinskilnina að vopni.

Við fengum hana í yfirheyrslu.

Fullt nafn og aldur?
„Kara Kristel Ágústsdóttir, 22 ára, alveg að verða 23.“

Fjölskylduhagir?
„Ein með son sem er þriggja ára, en er ekki ein að ala hann upp! Hann á líklega bestu föðurfjölskyldu sem ég veit um.“

Hvar ertu fædd og uppalin?
„O mæ god ókei. Ég fæddist á Selfossi, en bjó aldrei þar. Ég bjó á svo rosalega mörgum stöðum. Hveragerði, Djúpavogi, svo Reykjavík. Búin að búa í nokkur ár núna í Borgarnesi, en hef alltaf tengt mest við Reykjavík svo ég tel mig vera þaðan.“

Hver finnst þér fallegasti staðurinn á landinu?
„Eflaust Keflavíkurflugvöllur, mjög fallegt að einn staður hafi svona margar útgönguleiðir frá þessu veðri.“

Hvernig mundir þú lýsa þér í þremur orðum?
„Hvatvís, tæp, fyndin.“

Uppáhaldshljómsveit?
„Írafár er eina sem mér dettur í hug í augnablikinu, halló þjóðhátíð!“

Hvar vildirðu eiga heima ef ekki á Íslandi?
„Bandaríkjunum, mest út af því ég kann ensku.“

Uppáhaldsmatur?
„Frönskurnar á Prikinu.“

Uppáhaldsdrykkur?
„Vatn og eplasvali.“

Besti sjónvarpsþátturinn?
„Gossip Girl og Sex and the City.“

Uppáhaldsveitingastaður?
„Úff, ég veit ekki, fer mjög sjaldan út að borða, en fór á El Santo fyrir stuttu og ómægod hvað það var gott!“

Uppáhaldsleikari?
„Johnny Depp, samt eiginlega bara því hann er sætur.“

Fyrirmynd?
„Kris Jenner, halló momager sko.“

Af hverju ertu stoltust?
„Barninu mínu.“

Kara Kristel varð fyrir miklum vonbrigðum með að Kylie Jenner hafi ekki verið staðgöngumóðir Kim Kardashian, svo viss var hún í sinni sök.
Mikil vonbrigði Kara Kristel varð fyrir miklum vonbrigðum með að Kylie Jenner hafi ekki verið staðgöngumóðir Kim Kardashian, svo viss var hún í sinni sök.

Hvaða drauma áttu eftir að láta rætast?
„Skrifa bók, framleiða þætti, læra að gera tónlist, ferðast um heiminn, kaupa hús, búa á strönd, læra að fljúga flugvél, búa til app og ógeðslega marga aðra drauma.“

Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór?
„Hef aldrei vitað það, og veit ekki enn.“

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
„Skakkar tennur, skítugt hár, vond lykt … og þröngsýni!“

Ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera í dag, hvað myndir þú vilja vera að gera?
„Í áframhaldandi förðunarnámi í Bandaríkjunum, special effects.“

Hvaða ráð gæfir þú sjálfri þér fyrir fimm árum?
„Ekki neitt, ég á erfitt með að fara að ráðum.“

Mikilvægast í lífinu?
„Sonur minn og hamingjan hans. Og auðvitað mín hamingja líka.“

Mestu vonbrigðin?
„Að Kylie Jenner var ekki staðgöngumóðir Kim Kardashian, ég var svo viss um það.“

Mottó?
„Hvað myndi Bjarni Ben gera?“

Hvort myndir þú frekar vilja sofa aftur hjá síðasta manni sem þú svafst hjá eða fyrsta?
„Fyrsta.“

Hvaða hegðun karlmanna finnst þér fráhrindandi í tilhugalífinu?
„Dónaskapur og of mikil tölvuleikjaspilun, hello boring … next!“

Hvaða ráð gæfir þú karlmönnum varðandi samskiptin við hitt kynið, hvað eykur líkur á velgengni?
„Vera fyndinn og ekki pirrandi.“

En hvaða ráð gæfir þú konum varðandi það sama?
„Það sama, vera fyndin og ekki pirrandi.“

Hvaða kynlífsráð mundir þú helst gefa öðrum til að fá sem mest út úr samneytinu?
„Það er alltaf í lagi að segja nei og það er mikilvægt að treysta hinum aðilanum.“

Hvað er spennandi fram undan?
„Mjög margt en í augnablikinu get ég ekki sagt frá því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Í gær

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það