Það eru þrj+ar myndasögur á mínu náttborði:
BLACK BOLT eftir Saladin Ahmed og Christioan Ward: Geim-ofurhetju-fangelsisdrama um einn merkilegasta karakter Marvel (sem var illa túlkaður í nýlegum Inhumans-sjónvarpsþáttum en fær uppreisn æru hér). Miðlungs saga en „goooorgeous art“. 3/5 stjörnur.
EXTREMITY eftir Daniel Warren Johnson: Á yfirborðinu er þetta He-Man/Mad Max/Conan the Barbarian ofbeldisgrautur. Undir niðri gífurlega falleg mannleg saga um fjölskyldubönd og missi. Frábært „art“ líka. 5/5 stjörnur.
BLACK HAMMER efir Jeff Lemire og Dean Ormston: Athyglisvert „ofurhetju-díkonstrúktíon“ sem segir frá gleymdum hetjum sem neyddar eru til að búa í smábæ þar sem ekkert gerist. Jeff Lemire hefur ekki enn tekið feilspor í fallegum skrifum. 4/5 stjörnur.