fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Hafþór er sonur Sævars Ciesielski : Hætti að drekka og hefur aldrei liðið betur

Sonur Sævars Cielski, eins af sakborningunum í Guðmundar og Geirfinnsmálinu – „Faðir minn barðist eins og hetja“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef lengi vitað að áfengi átti ekki við mig en það var margt sem þurfti að koma til þannig að ég gat endanlega tekið þá ákvörðun,“ segir Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski en hann hætti að drekka fyrir rúmlega 14 mánuðum og segir það hafa verið góða ákvörðun. Hafþór er einnig að skrifa sögu Guðmundar og Geirfinnsmála en hann segir föður sinn hafa barist eins og hetju fyrir réttlætinu allt sitt líf.

Sævar var einn af sakborningunm í Guðmundar og Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn af þeim öllum eða 17 ára fangelsi. Hann lést árið 2011 og hafði þá tvívegis krafist upptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómi, en án árangurs.

Líkt og fram hefur komið þá hefur Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu krafist þess að allir sakborningar í málinu verði sýknaðir. Farið er fram á að þeir Tryggvi Rúnar Leifsson, Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Guðmundar og einnig að þeir Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa valdið dauða Geirfinns Einarssonar.

Hafþór segir baráttu föður síns hafa  fylgt Íslendingum í áratugi. Faðir hans hafi verið hetja.
Hafþór segir baráttu föður síns hafa fylgt Íslendingum í áratugi. Faðir hans hafi verið hetja.

Hafþór hefur undanfarin ár unnið ötullega að því að hreina nafn föður síns en í einlægri færslu á facebook greinir hann frá þeirri ákvörðun sinni að setja tappann í flöskuna. Hann hefur nú ekki bragðað áfengi í rúmlega fjórtán mánuði.

„Mér hefur aldrei liðið jafn vel eða allavega man ég ekki eftir því. Ég er farinn að þekkja mig betur og hlusta vel á mínar þarfir. Ég er farinn að meta frið og ró, eitthvað sem ég skildi ekki en innst inni þráði,“ segir Hafþór sem hefur einnigd sagt skilið við reykingar og aðra nikótíngjafa en viðurkennir að kaffidrykkjan sé þó talsverð.

Hafþór kveðst jafnframt vera að skrifa sögu Guðmundar- og Geirfinnsmála og segir baráttu föður síns hafa fylgt Íslendingum í áratugi. Faðir hans hafi verið hetja.

Sævar Cielski, faðir Hafþórs var einn af sakborningunm í Guðmundar og Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn af þeim öllum eða 17 ára fangelsi. Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.
Sævar Cielski, faðir Hafþórs var einn af sakborningunm í Guðmundar og Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn af þeim öllum eða 17 ára fangelsi. Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.

„Það er mér mikill heiður að fá að segja samlöndum mínum þessa sögu. Það vill svo til að hún tengist valdabaráttu innanlands og samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Sagan gerist á óvissutímum, brottför herstöðvar möguleiki og enn önnur umferð í tafli þorskastríðsins. Nixon heimsækir Kjarvalsstaði og Ólafur Jóhannesson hótar honum svoleiðis að Henry Kissinger er gáttaður á fífldirfsku höfðingja smáþjóðar í Atlandshafi. Saga þessi er furðuleg, stórkostleg og subbuleg í meira lagi,“ segir Hafþór jafnframt.

„Fyrst og fremst er þetta saga okkar Íslendinga. Ég nefni sögu þessa: Íslendinga saga Guðmundar- og Geirfinnsmála.“

Sigurður Stefán Almarsson og Þórður Jóhann Eyþórsson, voru handteknir í júní 2016 og yfirheyrðir en þeir voru taldir tengjast með einhverjum hætti hvarfi Guðmundar. Þeir neituðu báðir allri aðild að málinu, bæði hjá lögreglu og í fjöl-miðlum.

Hafþór kallar ásakanirnar á hendur Sigurði Stefáni „argasta bull og kjaftæði.“

„Nú eru blikur á lofti að menn reyni að klína subbuskap þessara mála á aðra almenna borgara,“ ritar Hafþór po bætir við á öðrum stað: „Þetta er afvegaleiðing af verstu sort til að hylma yfir með þeim seku: Handhöfum opinbers valds. Nauðsynlegt er að halda því til haga.“

Þá kveðst hann einnig ætla að segja skilið við málið eftir að sagan, sem verður í formi tíu blaðagreina, kemur út.

„Eftir þessar greinar mun ég svo segja skilið við þetta mál, mun telja mína samfélagslegu skyldu uppfyllta og mun snúa mér að öðru í lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja