fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Með og á móti – Dýr í strætisvögnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins

Stefna Reykjavíkur er þétting byggðar og styrking almenningssamgangna, að sem fæstir þurfi að notast við einkabílinn. Hundaeigendur í dag eru neyddir til að vera á einkabíl til að lifa daglegu lífi með hundinn. Þetta er mikil takmörkun fyrir fólk sem annaðhvort vill ekki eða getur ekki eignast bíl en vill fara með hundinn í göngutúr annars staðar en í hverfinu, fara í heimsókn til vina eða fara á lausagöngusvæði. Jafnvel að fara til dýralæknis verður mikið vandamál. Það er ekkert athugavert við það að reyna að finna milliveg, þannig sem flestir geti nýtt sér almenningssamgöngur.

Vinnuhópurinn á vegum Strætó vann frábæra rannsóknarvinnu og skoðaði allar hliðar málsins, hvernig gengi með þetta fyrirkomulag erlendis, hverjar algengustu kvartanirnar væru, og leitaðist við að læra af nágrannaþjóðunum. Hagsmunaaðilar fengu að setjast saman að borðinu og vinna saman að lausn þar sem allir höfðu eitthvað til málsins að leggja. Með því að leyfa gæludýr í strætó er verið að setja strangar takmarkanir, dýr þurfa að vera aftast í vagninum, í búrum eða töskum og stuttum traustum taumi. Það er verið að gera ráð fyrir ofnæmi, hræðslu við hunda og önnur dýr, við biðjum um þá virðingu að gert sé ráð fyrir hundum líka.


Á móti

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, guðfræðingur og fræðimaður

Ef dýraflutningar verða leyfðir í strætisvögnum þá verður minna pláss fyrir fólk til að sitja, það segir sig sjálft. Þó að dýrin verði í búrum þá verða sætin bara full af búrum, þá eru færri sæti fyrir eldra fólk eins og mig. Ég hef átt páfagauka og það er ótrúlegur hávaði og garg sem fylgir þessum dýrum, fólk á að fá að vera í friði fyrir slíkum hávaða þegar það situr í strætisvagni. Hvað er fólk annars að gera með dýr í strætisvagni? Varla er fólk að taka dýrin með sér í vinnuna? Ég sé ekki að margir atvinnurekendur leyfi slíkt. Svo eru líka margir hræddir við dýr, það eru margir krakkar sem eru alveg skíthræddir við dýr. Fyrir utan alla þá sem eru með ofnæmi fyrir dýrum, eins og ég.

Þetta er leyft víða erlendis en þar eru hlutirnir öðruvísi, þar eru hundar vel upp aldir en ég hef séð að svo er ekki alltaf hér á landi. Borgarsamfélagið er ungt hér á Íslandi, úti eru samfélögin margra alda gömul. Ég sé ketti hérna úti í vondu veðri, heimiliskettir eiga að vera heima hjá sér. Við kunnum bara ekkert að fara með húsdýr. Það færi allt í hund og kött ef dýrin fengju að fara í strætisvagna. Það má hins vegar leyfa blindrahunda í vögnum. Þeir eru vel upp aldir, þegja og fara aldrei langt frá eigendum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Í gær

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með
Fókus
Í gær

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Í gær

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande