fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Kynfræðingurinn og þingmaðurinn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, hristi aldeilis upp í hugsun og kynhegðun Íslendinga þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum með fyrirlestra og fræðigreinar sínar. Kynlíf og kynhegðun sem áður hafði verið feimnismál, þótti nú lítið tiltökumál að ræða við eldhúsborð landsmanna eða uppi í rúmi. Eitthvað sem þykir sérstakt í dag þegar umræða um kynlíf og kynhegðun er orðin mjög opinber.

Einn af frændum Jónu Ingibjargar, er „stóri frændinn“ Mörður Árnason, sjálfstætt starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Mynd: northphotos.net

Mörður er sjö árum eldri en Jóna Ingibjörg og móðir Marðar og faðir Ingu Jónu eru samfeðra. Móðir Marðar, Vilborg Harðardóttir, og faðir Jónu Ingibjargar, Jón Reynir Eyjólfsson, eru börn Harðar Gestssonar. Jón Reynir ber hins vegar eftirnafn kjörföður síns, Eyjólfs Gíslasonar.

Skemmtilegt er að á meðan Jóna Ingibjörg leggur áherslu á góð og jákvæð samskipti kynjanna í starfi sínu, þá virðast skapsmunir Marðar miklir. Segir Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi og alþingismaður, svo frá í ævisögu sinni að hann hafi lagt það til við forseta Alþingis að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“