fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Hjálmar: „Eins pirrandi og þú ert oft þá ertu þokkalegur núna“

Hjálmar Örn sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og snapparinn Hjálmar Örn Jóhannsson sýnir á sér nýja hlið í myndinni Fullir vasar sem frumsýnd er í dag. Hann settist niður, tæmdi vasana og svaraði nokkrum undarlegum spurningum fyrir lesendur DV.

*Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Hjálmar?
Ég er gríðarlega sáttur við Hjálmar og líka skemmtilegt að segja frá því að ég slapp alla grunnskólagönguna við að vera kallaður Bólu-Hjálmar en það stóð tæpt nokkrum sinnum.

*Hverjum líkist þú mest?
Ég er ótrúlega líkur Ledley King, fyrrverandi fyrirliða Tottenham Hotspur.

*Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Að velja bland í poka, hef stundum verið kallaður Dr. Blandí.

*Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
„Small talk“, væri geggjað ef allir Íslendingar myndu læra það í skóla.

*Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Dogma, væri kominn með tækifærisgjafir fyrir vini og ættingja næstu árin.

*Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Fyrirmynd rauðhærðra og mikill Tottenham-maður sem elskaði óhollan mat.

*Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Hann er til en ef þú horfir í augun á honum þá deyr engill.

*Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Leyfa honum að smakka Sinalco.

*Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Afmæli með Svavari Elliða ft. Hjálmar Örn.

*Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Eitthvað með The Smiths.

*Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
It’s my party and i cry if i want to.

*Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
I’m better – Missy Elliot.

*Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Goodfellas og Top Secret.

*Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Skott, strákar með langt hár niður á bak. Sakna þess.

*Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Office og Alan Partride.

*Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Aldrei nokkurn tíma er mjög mathræddur.

*Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
Hlutabréf í Millwall Football Club.

*Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Eins pirrandi og þú ert oft þá ertu þokkalegur núna.

*Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Ég brosi mjög lengi þangað til viðkomandi þarf að heilsa mér.

*Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Naga neglurnar, man ekki af hverju það var einhvern tímann gott.

*Hverju laugstu síðast?
Að ég væri 105,9 kíló er 106,6.

*Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Frið.

*Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Rotturækt.

*Á hvern öskraðirðu síðast?
Einhvern sem var of seinn að gefa hann í fótbolta.

*Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Ricky Gervais.

*Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Þegar einhver sötrar eitthvað.

*Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Ruhollah Khomeini, en hann var mikið í fréttum þegar ég var yngri og mér fannst hann alltaf þvílíkt jólalegur kall og bara góðlegur en annað kom heldur betur á daginn.

*Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Betty Rubble, konan hans Barney í Flinstones. „What a lady!“

*Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Beastie Boys-tónleikum, verð oft leiður við að hugsa til þess.

*Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?
Sama og Auðunn Blöndal sagði: gin og tónik.

*Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Krikket, myndi hjálpa þeim að komast í þennan hræðilega leik.

*Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár?
Vonandi hár.

*Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Peter í Family Guy.

*Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Fara í joggingbuxum og spariskóm út í búð, mjög frelsandi.

*Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Ertu að verða veikur? Og hvað gerist þá?

*Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump verða myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Það eru góðar líkur á að Frikki Dór myndi vinna Euro einn daginn, Trump er orðinn verulega tæpur að æsa rangan aðila upp en Lagarfljótsormurinn er „HUGE!“

*Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Leoncie í sturtu, mundirðu hringja í lögregluna?
Alls ekki, en yrði mjög hissa.

*Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Skemmta sér, öðrum og horfa á íþróttir.

*Hvað er framundan um helgina?
Hvetja fólk til að fara í bíó á Fullir vasar, bröns og fullt af beinum útsendingum sem ég þarf að horfa á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur