fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fókus

Helga og Einar taka aftur þátt í Eurovision

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Möller söngkona og Einar Bárðarson samskiptastjóri Hafnarfjarðar leggja land undir fót í ár og taka þátt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Þau ætla þó ekki að taka þátt sem keppendur, heldur munu þau taka þátt í lokakvöldi þýsku forkeppninnar og velja framlag Þýskalands fyrir lokakeppnina í Portúgal. Það er 20 manna alþjóðleg dómnefnd víðs vegar að úr Evrópu sem velur framlag Þýskalands.

Þau eru Eurovision aðdáendum góðkunn, en Helga Möller tók þátt árið 1986 þegar ísland var með í fyrsta sinn og söng Gleðibankann ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Tríóið kallaði sig ICY. Einar Bárðarson samdi framlag Íslands árið 2001, Two tricky í flutningi Angel, sem skipað var Gunnari Ólasyni og Kristjáni Gíslasyni.

„Það verður ekki leiðinlegt að sinna þessu verkefni, hitta allt þetta fagfólk, taka þátt í þessari útsendingu og hjálpa 80 milljón manna þjóð að finna Eurovision framlagið sitt,“ segir Helga á færslu á Facebook.

Keppnin í Þýskalandi ber nafnið Unser Lied für Lissabon eða Okkar lag fyrir Lissabon og sex keppendur taka þátt: Xavier Darcy, Ivy Quainoo, Ryk, Michael Schulte, Natia Todua og hljómsveitin voXXclub.

Undankeppnir Eurovision fara fram 8. og 10. maí næstkomandi og lokakeppnin þann 12. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Í gær

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með
Fókus
Í gær

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Í gær

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande