Charlyne Yi, leikkona úr sjónvarpsþáttunum House, ber tónlistarmanninum Marilyn Mansons söguna miður vel eftir heimsókn hans á upptökustað þáttanna fyrir mörgum árum. Nýverið fékk Manson taugaáfall á svið og tvítaði Charlyne sögu sína í kjölfarið.
„Úff, ég ætlaði ekki einu sinni byrja að ræða Manson. Þetta gerðist fyrir löngur síðan. Þetta var við upptökur síðustu seríunnar af House og hann kom í heimsókn þar sem hann var mikill aðdáandi þáttanna. Svo áreitti hann næstum allar konurnar, spurði hvort við skæruðumst [e. scissoring] og kallaði mig svo Kínamann“. Síðan bætti hún við: „Það getur verið erfitt að sjá umræðu um fólk sem áreitti mann og svo ef þú talar um það opinberlega verður þú einhvern veginn alltaf tengd við þann aðila“.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlyne ásakar þekkta manneskju um kynþáttafordóma en hún rifjaði upp á dögunum sín fyrstu kynni af grínistanum David Cross fyrir ríflega tíu árum síðan, þar sem hann á að hafa spurt hana: „Skilurðu ekki ensku? Ching chong ching chong?“. Cross vildi ekki kannast við ásakanir hennar og segir að meint samskipti hafi aldrei átt sér stað.