fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Föst í ofbeldissambandi í sex ár

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósk Arnþórsdóttir var aðeins 15 ára gömul þegar hún hóf samband með manni sem var sjö árum eldri en hún. Fljótlega fór að bera á því að ekki væri allt með feldu og átti hann eftir að beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi allt þeirra samband. „Hann byrjaði á því að beita mig andlegu ofbeldi þegar við vorum búin að vera saman í kannski tvo mánuði. Hann sagði við mig að ég væri heppin að hann vildi vera með mér því engin annar myndi líta við mér,“ segir Ósk sem deilir reynslu sinni til að vekja athygli á átaki Stígamóta sem ber heitið Sjúk ást. Fljótlega mátti Ósk ekki hitta karlkyns vini sína og í kjölfarið taldi hann henni trú um að stelpurnar hefðu slæm áhrif á hana.

„Hann kom því inn í hausinn á mér að fjölskylda mín væri vond við mig og vildi ekkert með mig hafa. Ég fór því að loka mig meira af og tala minna við vini og fjölskyldu,“ segir hún. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. „Ef hann fékk ekki það sem hann vildi, þá tók hann það með afli. Ég man sérstaklega eftir því þegar hann tók mig hálstaki og kreisti eins fast og hann gat,“ segir Ósk sem komst úr sambandinu með hjálp fjölskyldu og vina eftir sex ár. Hún hvetur alla sem eru í sömu stöðu til þess að leita sér hjálpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Í gær

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með
Fókus
Í gær

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Í gær

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande