fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fókus

Geir með ráð fyrir þá sem eru hræddir við að æla af súrmat: „Bragðskynið fer alveg á haus“

Ber sem gera súrt sætt – Þorramaturinn verður sælgæti

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Konráð Theódórsson, leikari og uppfinningamaður, stefnir á að opna upplifunarsvæði í þjóðlegum stíl í Borgarnesi, sem mun nefnast „Under the Turf“. Þar getur fólk upplifað þjóðlega menningu í torfbæ án þess að hlutirnir séu teknir of alvarlega. „Það verður enginn sagnfræðingur á svæðinu til að segja til um hvernig allt var í raun og veru. Þarna verða þursar, tröll og álfar og fleira í þeim stíl. Fólk fær að sitja við bál og horfa á grísling heilsteikjast á meðan það drekkur úr horni og hlustar á þjóðsögu.“

Geir hefur hins vegar tekið eftir því að margir kunna illa við bragðið af þjóðlegum íslenskum mat. Sér í lagi ungmenni sem finnst pína að borða súrmat, svið og fleira í þeim dúr og vilja heldur pítsur eða hamborgara. „Ég held að það séu margir í þeim sporum að þora varla að fara á þorrablót vegna hættunnar á því að æla og verða sér til skammar innan um allt gamla fólkið sem dæmir allt.“

Ber sem gera súrt sætt

Þá mundi hann eftir myndbandi um ber sem áttu að geta breytt súru bragði yfir í sætt og pantaði töflu-extrakt af þeim á Amazon. Berin eru kölluð kraftaverkaber (Synsepalum dilcificum) og eru upprunnin í Vestur-Afríku. Efni úr berjunum festist við bragðlaukana og breytir bragðskyni fólks, úr súru eða beisku yfir í sætt.

Geir prófaði þetta með félögum sínum í hlaðvarpinu Gráa svæðið og allir voru á einu máli, þetta snarvirkar. „Taflan þarf að leysast upp í munninum í fjórar eða fimm mínútur og virknin helst í hálftíma til klukkutíma. Þá verður bragðskynið alveg á haus.“

Eftir að hafa borðað töflurnar smakkaðist súrmaturinn eins og sætt kjöt, hamborgarhryggur eða eitthvað í þeim dúr. „Allt þetta súra bragð hverfur og í staðinn kemur vægt, sætt bragð, næstum því eins og einhver eftirréttur.“ Geir varar hins vegar við því að borða eitthvað sem fyrir er sætt. „Þá verður þetta eins og að hafa munninn fullan af sírópi.“

Sjálfur segist Geir borða súrmat og annað sem sett er fyrir framan hann. Hann telur þó að ef fólk fréttir af þessum berjum geti margir farið óhræddir á þorrablótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Í gær

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt