fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Sunna Ýr ætlar að sýna frá brjóstastækkun sinni í beinni á Snapchat

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst vera smá fordómar í kringum þetta á þann hátt að stelpur að halda þessu leyndu. Það myndar umtal á milli aðra stelpna og mér finnst það leiðinlegt. Það fer ekki framhjá þér ef ég stækka á mér brjóstin. Svo afhverju ekki að tala um það opinskátt? Það hjálpar vonandi einhverjum,“ segir Sunna Ýr Perry 23 ára en hún er á leið í brjóstastækkunaraðgerð á morgun, miðvikudaginn 14.febrúar og hyggst deila upplifun sinni af ferlinu „í beinni“ á samskiptamiðlinum Snapchat.

Dagsdaglega starfar Sunna í World Class en hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí síðastliðnum.
„Ég byrjaði fyrst að snappa opinbert með vinkonu minni þegar við keppttum saman í módel fitness 2015 og sýndum frá því ferli á snapchat en síðan varð ég ólétt. Þáá hætti ég á því snappi og gerði nýtt til að sína frá mínu persónulega lífi sem var ekki bara rækt og vinna lengur, þannig í heildina er ég búin að vera í um það bil 2 og hálft ár að snappa opinbert.

Fylgjendahópurinn í dag stendur í kringum 2500 manns og ég snappa bara um mitt daglega líf, hvað ég er að gera og barnið mitt og svona. Ég stunda mikla líkamsrækt og það er frekar mikið ríkjandi á snapchatinu hjá mér, ræktin, matur og barnið og núna þessa daga aðgerðin. Einnig er ég bloggari á bloggsíðunni glam.is og það fær að fylgja líka inn á snappið,“ segir Sunna Ýr í samtali við DV.is en hún heldur úti rás á Snapchat undir nafninu sunna.perry.

Fer ekki í aðgerðina vegna óöryggis
Aðspurð um hvernig það kom að hún ákvað að fara í brjóstastækkun svarar Sunna: „Ég hef alltaf verið með mjög lítil og nett brjóst en aldrei liðið illa yfir því né dregið mig niður vegna þess, en eftir að ég átti fór ég fyrst að hugsa um stækkun þar sem brjóstin stækkuðu töluvert á meðan brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur.
Ég ákvað að slá til þegar ein vinkona mín fór í stækkun núna í desember síðastliðnum. Ég er mjaðmabreið, mittismjó og herðabreið og mig langar þess vegna að jafna línurnar en ég er alls ekki óörugg með mig eins og ég er núna.
„Ég hef tvisvar tekið tal um að ég sé að fara í stækkun og sagt frá ferlinu fram að aðgerðinni sjálfri, viðtalið og biðtímann og svo smá um hlutina eftir á, tímann sem það tekur að jafna sig og svona. En ég mun sýna frá aðgerðardegi áður en ég fer inn og eftir að ég kem út, tala um hvað fór fram og hvernig mér líður þegar ég vakna og sína frá batanum.“

Hvernig hafa viðbrögðin verið við þessari ákvörðun?
„Viðbrögð vinkvenna minna hafa verið mjög góð enda er meiri hlutinn þeirra sjálfar búnar að eiga börn og langa nánast allar að laga brjóstin eitthvað, mamma tekur þessu bara létt enda ekki hægt að rökræða það neitt að brjóstin mín séu lítil og svo er systir mín sjálf búin að fara fyrir nokkrum árum.

Snapfylgjendurnir hafa tekið þessu gríðarlega vel enda meiri hlutinn stelpur og margar þeirra mjög áhugasamar um brjóstastækkun, vilja fara sjálfar og finnast gaman að heyra ferlið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli