fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fókus

Leikkonan sem varð lögmaður og þingmaður

DV tók saman menntun nokkurra þekktra Íslendinga – Fatahönnuður og þingmaður – Læknir og söngvari – Naglbítur og heimspekingur

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir hefur haslað sér völl sem hæstaréttarlögmaður síðustu ár og einbeitt sér sérstaklega að málum sem snúa að mannréttindum. Hún situr nú á þingi fyrir Samfylkinguna en færri vita að Helga Vala er einnig menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands. Hún fór með lítið hlutverk í gamanþáttunum Borgarstjórinn á síðasta ári en hefur að öðru leyti helgað sig pólitík og lögfræðistörfum. Leiklistarmenntunin hefur þó eflaust komið sér vel í þingpontunni og í dómsalnum. DV tók saman nöfn nokkurra þekktra Íslendinga auk Helgu Völu sem hafa haslað sér völl í leiklist, tónlist, sjónvarpi, íþróttum og pólitík þrátt fyrir að hafa lokið námi á öðru og oft og tíðum gjörólíku sviði.
Skipuleggur skrifin í Excel
Yrsa Sigurðardóttir hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem metsöluhöfundur glæpasagna og seljast bækur hennar í bílförmum fyrir hver jól. Yrsa er einnig menntaður byggingarverkfræðingur og lét eitt sinn hafa eftir sér í viðtali að hún væri vön að setja söguþráð upp í Excel til að skipuleggja skrifin betur.

Yrsa Sigurðardóttir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Listrænn þingmaður

Halldóra Mogensen er fyrst og fremst þekkt sem þingkona Pírata og sem formaður velferðarnefndar Alþingis en hún er einn af fáum sitjandi þingmönnum sem búa yfir menntun á listasviðinu. Áður en leið hennar lá í þingsalinn hélt hún utan, 23 ára að aldri, og stundaði nám í fatahönnun og ítölsku við Scuola Lorenzo de Medici í Flórens á Ítalíu. Þá stundaði hún einnig nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2003.

 

Halldóra Mogensen.

Margir hissa

Haukur Heiðar Hauksson er einna þekktastur sem söngvari einnar af ástsælustu hljómsveitum landsins, Diktu, sem illu heilli hefur legið í dvala í nokkurn tíma. Dagvinna Hauks er af allt öðrum toga en hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 2008 og lauk sérnámi í heimilislækningum árið 2015. Hann hefur síðan þá unnið sem læknir á Sólvangi á milli þess sem hann þenur raddböndin. Í samtali við Læknablaðið árið 2010 sagði hann marga reka upp stór augu. „Ég finn reyndar að mörgum kollegum mínum þykir ekkert að þessu, finnst það jafnvel flott og sannleikurinn er sá að margir í poppbransanum verða skrýtnari á svipinn þegar þeir heyra að ég er læknir. „Ertu líka læknir?“ spyrja þeir algjörlega gáttaðir.“

Mynd: DV/ehf Eyþór Árnason

Naglbítur og heimspekingur

Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, hefur starfað sem tónlistar- og fjölmiðlamaður um árabil og sló fyrst í gegn sem söngvari rokksveitarinnar 200 þúsund naglbítar. Þá hefur hann undanfarin ár vakið athygli íslenskra barna á hinum ýmsu furðum alheimsins með Vísindabókum Villa. Það eru ekki allir sem vita að Villi er einnig með B.A.-gráðu í heimspeki og hefur sú menntun án efa komið sér vel við bókaskrifin.

Vilhelm Anton Jónsson.

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Fór úr sálfræðinni yfir í sjónvarpið

Jón Ársæl Þórðarson þekkir hvert mannsbarn á Íslandi enda fastagestur á skjánum til fjölda ára. Þekktastur er hann fyrir viðtalsþættina Sjálfstætt fólk þar sem hann nær ávallt að draga fram einlægar og óvæntar hliðar á viðmælendum sínum. Þar kemur sér vel að Jón Ársæll er menntaður sálfræðingur og starfaði við fagið um árabil þar til hann leiddist út í fjölmiðlageirann.

Jón Ársæll Þórðarson.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

 

Source: dv

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Í gær

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt