fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Hér búa forstjórarnir

Flestir búa í Miðbænum og Grafarvoginum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur áfram að skoða hvernig fulltrúar hinna ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á fasteignamarkaði. Áður hefur DV skoðað hvernig stjórnendur bankanna búa, sem og fulltrúar launþega. Næst er komið að forstjórum skráðra fyrirtækja hérlendis, sem óneitanlega tróna á toppi íslensks viðskiptalífs. Tekjur þeirra eru háar og því þarf ekki að koma á óvart að mörg heimilin séu glæsileg. Aðrir eru hófsamari og berast ekki mikið á.

DV fletti upp á heimilum fimmtán forstjóra og kaupvirði eignanna. Kennir þar ýmissa grasa. Til dæmis vekur athygli að forstjórarnir búa ekki eingöngu í miðbæ Reykjavíkur, Seltjarnarnesi og Garðabæ heldur búa ófáir í Grafarvoginum, þá eiga Hafnarfjörður og Kópavogur einn fulltrúa hvor. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem enginn forstjóri í skráðu félagi er búsettur. Það er mjög óáhugaverður fróðleikur.

Hæsta kaupverðið á forstjóraheimili var 190 milljónir króna en lægsta kaupverðið var tæplega 20 milljónir króna. Hafa verður í huga að hæsta verðið var greitt 2015 en hið lægsta 2003. Þá kemur kannski ekki á óvart að stærsta forstjórahúsið er einnig hið dýrasta, heilir 362 fermetrar. Minnsta forstjóraeignin er 155,6 fermetrar að stærð.

Miðbærinn heillar

Í þessu glæsilega 286 fermetra húsi býr Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Árni og eiginkona hans, Eyrún Lind Magnúsdóttir, keyptu húsið í september 2004 og var kaupverðið 56 milljónir króna. Óhætt er að segja að það hafi verið góð kaup.
Ásvallagata 8 Í þessu glæsilega 286 fermetra húsi býr Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Árni og eiginkona hans, Eyrún Lind Magnúsdóttir, keyptu húsið í september 2004 og var kaupverðið 56 milljónir króna. Óhætt er að segja að það hafi verið góð kaup.
Í þessu stórglæsilega húsi, sem er 362 fermetrar að stærð, býr Orri Hauksson, forstjóri Símans, ásamt eiginkonu sinni, Ingigerði S. Ágústsdóttur. Húsið var um langt skeið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en Orri og Ingigerður festu kaup á því í nóvember 2015. Kaupverðið var 190 milljónir króna.
Laufásvegur 69 Í þessu stórglæsilega húsi, sem er 362 fermetrar að stærð, býr Orri Hauksson, forstjóri Símans, ásamt eiginkonu sinni, Ingigerði S. Ágústsdóttur. Húsið var um langt skeið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en Orri og Ingigerður festu kaup á því í nóvember 2015. Kaupverðið var 190 milljónir króna.
Í þessu fallega húsi í miðbænum býr Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, ásamt sambýliskonu sinni, Katrínu Bryndísi Sverrisdóttur. Húsið er rúmlega 194 fermetrar að stærð. Parið keypti húsið um mitt ár 2015 og var kaupverðið 86 milljónir króna.
Bergstaðastræti 38 Í þessu fallega húsi í miðbænum býr Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, ásamt sambýliskonu sinni, Katrínu Bryndísi Sverrisdóttur. Húsið er rúmlega 194 fermetrar að stærð. Parið keypti húsið um mitt ár 2015 og var kaupverðið 86 milljónir króna.

Vesturbærinn á sinn fulltrúa

Í þessu huggulega tvíbýlishúsi í Vesturbænum býr Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta hf., ásamt eiginkonu sinni, Rögnu Söru Jónsdóttur. Þau keyptu hæðina, sem er 219 fermetrar að stærð, í mars 2012 og var kaupverðið 56,5 milljónir króna.
Grenimelur 8 Í þessu huggulega tvíbýlishúsi í Vesturbænum býr Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta hf., ásamt eiginkonu sinni, Rögnu Söru Jónsdóttur. Þau keyptu hæðina, sem er 219 fermetrar að stærð, í mars 2012 og var kaupverðið 56,5 milljónir króna.

Gerðin og Vogarnir

Í þessu tvíbýlishúsi hefur Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, búið í áratug. Hann keypti húsið í febrúar 2007 og var kaupverðið rétt tæplega 50 milljónir króna. Fasteignin er 155,6 fermetrar að stærð.
Furugerði 2 Í þessu tvíbýlishúsi hefur Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, búið í áratug. Hann keypti húsið í febrúar 2007 og var kaupverðið rétt tæplega 50 milljónir króna. Fasteignin er 155,6 fermetrar að stærð.
Hér býr Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, ásamt eiginkonu sinni, Eiríku Guðrúnu Ásgrímsdóttur. Þau keyptu húsið, sem er 204 fermetrar að stærð, í mars 2015 og var kaupverðið 75 milljónir króna.
Vesturbrún 6 Hér býr Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, ásamt eiginkonu sinni, Eiríku Guðrúnu Ásgrímsdóttur. Þau keyptu húsið, sem er 204 fermetrar að stærð, í mars 2015 og var kaupverðið 75 milljónir króna.

Árbærinn

Árbærinn á að sjálfsögðu sinn fulltrúa á forstjóralistanum. Helgi Bjarnason, sem nýlega settist í forstjórastól VÍS, býr í þessu einbýlishúsi ásamt eiginkonu sinni Alidu Jakobsdóttur. Um er að ræða 209 fermetra hús sem hjónin keyptu á 19,8 milljónir króna.
Þverás 23 Árbærinn á að sjálfsögðu sinn fulltrúa á forstjóralistanum. Helgi Bjarnason, sem nýlega settist í forstjórastól VÍS, býr í þessu einbýlishúsi ásamt eiginkonu sinni Alidu Jakobsdóttur. Um er að ræða 209 fermetra hús sem hjónin keyptu á 19,8 milljónir króna.

Þrír í Grafarvogi

Í þessu fallega húsi býr Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Hauksdóttur. Þau keyptu húsið, sem er um 269 fermetrar, í nóvemberlok 2009 og var kaupverðið 66,2 milljónir króna.
Leiðhamrar 46 Í þessu fallega húsi býr Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Hauksdóttur. Þau keyptu húsið, sem er um 269 fermetrar, í nóvemberlok 2009 og var kaupverðið 66,2 milljónir króna.
Í þessu húsi í Grafarvoginum býr Finnur Oddsson, forstjóri Origo, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þorgeirsdóttur. Húsið er 252 fermetrar að stærð en parið fjárfesti í því í maí 2001. Kaupverðið var 21,5 milljónir króna.
Æsuborgir 9 Í þessu húsi í Grafarvoginum býr Finnur Oddsson, forstjóri Origo, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þorgeirsdóttur. Húsið er 252 fermetrar að stærð en parið fjárfesti í því í maí 2001. Kaupverðið var 21,5 milljónir króna.
Í þessu húsi í Rimahverfi býr Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri Granda. Húsið er um 192 fermetrar að stærð og keyptu Vilhjálmur og eiginkona hans, Steinunn Ósk Guðmundsdóttir, eignina í október 2012. Kaupverðið var 48 milljónir króna.
Sóleyjarrimi 51 Í þessu húsi í Rimahverfi býr Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri Granda. Húsið er um 192 fermetrar að stærð og keyptu Vilhjálmur og eiginkona hans, Steinunn Ósk Guðmundsdóttir, eignina í október 2012. Kaupverðið var 48 milljónir króna.

Alltaf einhver á Nesinu

Í þessu snotra raðhúsi á Seltjarnarnesi býr Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, ásamt eiginkonu sinni, Málfríði Pétursdóttur. Húsið er 201 fermetri að stærð en hjónin keyptu það í nóvember 2012. Kaupverðið var 79,5 milljónir króna.
Nesbali 66 Í þessu snotra raðhúsi á Seltjarnarnesi býr Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, ásamt eiginkonu sinni, Málfríði Pétursdóttur. Húsið er 201 fermetri að stærð en hjónin keyptu það í nóvember 2012. Kaupverðið var 79,5 milljónir króna.

Óvenju fáir úr Garðabæ

Í þessu glæsilega húsi í Akrahverfinu í Garðabæ býr Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Nægt rými er í húsinu en það er heilir 340 fermetrar að stærð. Sigurður og Sigurbjörg keyptu lóðina undir húsið um mitt ár 2006 og reistu húsið í framhaldi af því.
Frjóakur 2 Í þessu glæsilega húsi í Akrahverfinu í Garðabæ býr Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Nægt rými er í húsinu en það er heilir 340 fermetrar að stærð. Sigurður og Sigurbjörg keyptu lóðina undir húsið um mitt ár 2006 og reistu húsið í framhaldi af því.
Flatirnar í Garðabænum hafa verið vagga valdsins á Íslandi. Það þarf því ekki að koma á óvart að forstjóri stórfyrirtækis búi þar en kannski kemur á óvart að það er aðeins einn! Í þessu glæsilega einbýlishúsi býr Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Garðar keypti húsið í október 2017 en kaupverðið var 108 milljónir króna.
Lindarflöt 35 Flatirnar í Garðabænum hafa verið vagga valdsins á Íslandi. Það þarf því ekki að koma á óvart að forstjóri stórfyrirtækis búi þar en kannski kemur á óvart að það er aðeins einn! Í þessu glæsilega einbýlishúsi býr Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Garðar keypti húsið í október 2017 en kaupverðið var 108 milljónir króna.

Kópboi

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, er eini forstjórinn sem býr í Kópavogi. Hann býr í þessu glæsilega húsi í Hjallahverfi sem er rúmlega 245 fermetrar að stærð. Eggert og eiginkona hans, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir, fjárfestu í húsinu um mitt ár 2007 en kaupverðið var 95 milljónir króna.
Hólahjalli 5 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, er eini forstjórinn sem býr í Kópavogi. Hann býr í þessu glæsilega húsi í Hjallahverfi sem er rúmlega 245 fermetrar að stærð. Eggert og eiginkona hans, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir, fjárfestu í húsinu um mitt ár 2007 en kaupverðið var 95 milljónir króna.

Eini gaflarinn í hópnum

Í þessu húsi býr Finnur Árnason, forstjóri Haga, ásamt eiginkonu sinni Önnu Maríu Urbancic. Parið byggði húsið og var það tilbúið árið 1994. Húsið er 268 fermetrar að stærð.
Lækjarberg 52 Í þessu húsi býr Finnur Árnason, forstjóri Haga, ásamt eiginkonu sinni Önnu Maríu Urbancic. Parið byggði húsið og var það tilbúið árið 1994. Húsið er 268 fermetrar að stærð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina