fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Harmleikur þegar Katrín féll frá: Fjögur börn í sárum þurfa stuðning – „Hvíldu í friði hjartagull“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Dröfn Bridde andaðist þann 24. janúar síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju á föstudag. Katrín eignaðist fjögur börn og eiga þau um sárt að binda og þurfa á stuðningi að halda. Fyrrverandi sambýlismaður Katrínar afplánar nú dóm svo börnin fjögur eru án foreldra sinna.

Friðrik Bridde faðir Katrínar, stofnaði sjóð til styrktar börnunum fjórum og verða þeir peningar lagðir inn á fjórar bankabækur á nafni hvers barns. Ljóst er að það munar um hverja krónu og þurfa börnin sárlega á stuðningi að halda. Þá er vert að taka fram að DV birtir umfjöllun um Katrínu í samráði við fjölskyldu hennar.

Tárin leka, lífið er stundum svo ósanngjarnt

Katrín var vinamörg og ótal margir sem minnast hennar á samskiptamiðlum með fallegum orðum. Á Facebook hafa tugir vina skrifað hjartnæmar minningargreinar. Vinirnir segja Katrínu hafa verið með hjarta úr gulli. Hún hafi ekki farið í manngreiningarálit, verið sterk og góð móðir, trygg og alltaf til staðar fyrir vinina.

Ásdís Halla Bragadóttir segir: „ … hugur minn er hjá börnum Katrínar Bridde og ættingjum þeirra og vinum. Söknuðurinn eftir góðri mömmu og ungri konu sem öllum vildi hið besta, er mikill og sár.“

Ester Ósk segir: „Elsku Kata mín, ég sit hér orðlaus og dofin eftir þessar hræðilegu fréttir sem ég fékk í nótt, er ekki að trúa þessu, elsku stelpan mín […] Elsku gull, Guð blessi og vaki yfir fjölskyldu þinni og elsku börnunum á þessum hræðilega erfiða tíma. Hvíldu í friði, hjartagull“

Þeir sem vilja styðja börnin á þessum erfiðu tímum geta lagt inn á reikning:111-05-010112 Kennitala: 310851-2999

Kristín segir: „Kata var með hjarta úr gulli, góð stelpa, sem reyndi margt í lífinu. Alltaf sterk og góð móðir, heimilið fallegt, hreint og fínt. Hvíl í friði, Kata mín.“ Þá segir Elín: „Þær eru margar stundirnar sem koma upp í hugann þar sem hún sýndi hversu sönn og falleg manneskja hún var. Hugur minn er hjá börnunum og fjölskyldunni. Megi allar góðar vættir veita ykkur styrk í sorginni.“ Heiða, vinkona Katrínar, skrifar: „Elsku Kata mín. Þú áttir alltaf stóran stað í hjarta mínu enn á mínum verstu tímum varst þú til staðar og þú fórst sko ekki í manngreinarálit. Er búin að vera að hugsa til baka með tárin í augunum og það sem stendur upp úr er hvað þú varst trygg.“

Elsa: „Takk kærlega fyrir allt. Þú sterka Kata ert farin til móður þinnar sem þú saknaðir svo sárt. Sonur minn þakkar fyrir allt sem þú gerðir fyrir hann. Minning þín lifir sterkt og reynum við eins og hægt að að vera til staðar og sýna englum þínum styrk og ást.“ Halldóra: „Þú varst svo mikil mamma krakkanna þinna og settir þau alltaf í forgang.“ Eyjólfur: „Hugur minn er hjá fallegu börnunum þínum sem ég veit að þú gerðir allt fyrir og verndaðir. Nú þegar verndarengillinn er farinn þá hugsa ég til barnanna og tímann sem fram undan er hjá þeim.“

Þeir sem vilja styðja börnin á þessum erfiðu tímum geta lagt inn á reikning:

111-05-010112 Kennitala: 310851-2999

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna